Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Side 45
43
Nes. 4 sjúklinga hef ég skráð, sinn í hverjum mánaðanna ágúst til
september. Allir þessir sjúltlingar voru úr Norðfjarðarhreppi, hver
á sínum bæ, og' einn þeirra á suðurbyggð Norðfjarðarflóans. Einn
sjúklingurinn dó, 25 ára piltur. Þegar hann varð veikur, var hann
nýkominn úr mjög erfiðri ferð, örþreyttur af erfiði og' vökum. Komu
í ljós miklar lamanir á neðri og efri útlimum. Nokkra daga varð að
tæma blöðruna vegna algerðrar teppu. Vildi svo vel til, að jeppabíll
var til á bænum, en vegna vegleysu varð ekki komizt svo þétt til
hans á annan hátt. Loks urðu andardráttarerfiðleikar honum að
bana — að því er virtist af bulbær uppruna. Hin tilfellin voru fremur
væg. Þó var 15 ára drengur illa fær til gangs alllengi, en styrktist
þó stöðugt, með allg'óðri batavon. Þegar greinileg'rar mænusóttar fór
að verða meira vart, minntist ég þeirrar dularfullu sóttar, sem ég
hafði skellt saman við kvefið fyrr um sumarið og ég hafði getið
um á júlískrá með svofelldri athugasemd: ,,! þessum mánuði gekk
hitasótt í börnum og unglingum, sem ég lief sett undir catarrhus
respiratorius acutus, þó að catarrhalia væru litið áberandi. Aðalein-
kenni: Hár hiti — 39—40° — venjulega mjög fljótlega. Stöku sinn-
um roði í hálsi, með eða án kingingarsárinda. Hóstakjöltur sjaldgæft
og óverulegt. Oft uppköst á 2. og 3. degi, ekki sjaldan með niður-
gangi, sem aldrei stóð nema part úr degi. Hitinn stóð yfir frá 1—2
döguin upp í ca. viku. Ósjaldan áköf conjunctivitis unilateralis eða
duplex. Taldi ég 19 tilfelli af þessari sótt úr þessum aldursflokkum:
2 á 1. ári, 4 1—5 ára, 4 5—40 ára, 7 10—15 ára, 1 karl 15—20 ára,
1 kona 15—20 ára.“ Virðist mér ekki lítil ástæða til að ætla, að
hér hafi verið poliomyelitis á ferðinni, svo sem lýst er abortivtilfellum.
Furðulegt má það þó heita, að ekki skyldi ég rekast á sams konar
sjúklinga, eftir að mænusóttin varð manifest.
Eyrarbakka. Um miðsumar gaus hér upp sóttarfaraldur, sem lýsti
sér ineð miklum hita, verkjum í baki, útlimum, oft hnakkaríg ásamt
ógleði og uppköstum eða niðurgangi. Öll voru þessi tilfelli apara-
lytisk, en síðar varð vart smávegis lamana í 2 tilfellum. Sjúklingar
^oru oft lengi að verða jafngóðir, en allt hafði þó góðan enda. Vegna
diagnosis dubiosa komu þessi sjúkdómstilfelli ekki á mánaðarskrá.
Selfoss. Stakk sér hér niður um sumarið. I júlímánuði veiktist
karlmaður, rúmlega þrítugur að aldri, og í ágústmánuði veiktist
Ivítug stúlka. Maðurinn lamaðist Htið og' náði sér til fulls, en stúlkan
lamaðist mikið og var 10 mánuði á sjúkrahúsi. Hún getur nú staulazt
Við tvo stafi.
Laugarás. 3 unglingar á sama bæ veiktust af mænusótt í septem-
ber. Samgöngur höfðu verið við þetta heimili frá sýktu heimili suður
í Njarðvíkum. 1 sjúklinganna fékk lítils háttar peroneuslömun, sem
virðist ætla að batna að fullu.
Keflavíkur. 3 mænusóttartilfelli í ág'úst. Öll væg, og lamanir komu
ekki fyrir.