Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Page 49
47
Hér fer á eftir:
Skýrsla til Iandlæknis fyrir árið 1945
frá Hannesi Guðmundssyni húð- o" kynsjúkdómalækni
í Reykjavík.
Gonorrhoea: Sjúklingar með þenna sjúkdóm voru samtals 347, þar
af 98 konur og telpur, en 249 karlar. 220 þessara sjúklinga voru Is-
lendingar, en 29 útlendingar. Eftir aldursflokkum skiptust þessir
sjúklingar þannig:
1-5 5-10 10-15 15-20 20-30 30-40 40-60 Yfir 60 Samt.
Konur og telpur 8 1 2 33 47 7 „ „ 98
Karlar . .. .'...... „ „ 48 162 34 5 „ 249
Fylgikvillar voru með minnsta móti, miðað við sjúklinga-
fjölda. Þessir voru helztir: Prostatitis acuta 5, epididymitis 10, sal-
pingitis 5. Skömmu fyrir áramótin 1944—1945 tókst fyrst að fá pensilín
til notkunar á 6. deild Landsspítalans fyrir milligöngu Lyfjaverzlunar
ríkisins, fyrst dræmt, en síðan smám saman nokkurn veginn eftir
þörfum. Á árinu 1945 hafa samtals 245 sjúklingar fengið pensilín-
meðferð við gonorrhoea á deildinni. Fylgt hefur verið sömu aðferð
sem notuð er í Ameríku. Við gonorrhoea án fylgikvilla eru gefnar
samtals 8 dælingar í vöðva, jafnað niður á einn sólarhring með
þriggja stunda millibili, en helmingi fleiri jafnað niður á 2 sólar-
hringa, sé um fylgikvilla að ræða. Heildarskammtur hefur verið
100—150—200—300 þúsund einingar. Þessi lækning við lekanda tek-
ur vafalaust öllum eldri aðferðum langt fram. Að svo mildu leyti
sem unnt hefur verið að fylgjast nægilega lengi með sjúklingunum,
hefur mér talizt til, að um 97% sjúklinganna fái fullan bata. Er það
hér um bil sami árangur og fengizt hefur í Ameríku.
Syphilis. Sjúklingar með þenna sjúkdóm voru sauitals 32 á árinu,
7 konur og 25 karlar. Sjúklingar þessir skiptust þannig eftir aldri:
15—20 20—30 30—40 40—60
M. K. M. K. M. K. M. K. Samtals
Syph. prim.............. „ „ 8 „ 5 „ 1 „ 14
— sec.............. „ 1 6 4 3 1 „ „ 15
— tert............. „ „ „ „ „1 2 „ 3
Hér eru ekki meðtaldir sjúklingar frá fyrri árum, sem verið hafa
í framhaldslækingu eða komið hafa til eftirlits. Söinuleiðis eru hér
ekki skrásettir þeir erlendir farmenn, sem fengið hafa hjá mér fram-
haldsækningu, meðan slcip þeirra eru hér í höfn. Af sjúklingum þess-
Um höfðu 19 lokið lækningu og voru sero-f-, 5 fluttust út á land og'
fengu áframhaldandi lækningu þar, 3 fluttust úr landi, en 5 höfðu
ekki enn lokið lækningu eða voru sero-þ í lok ársins.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvík. Lekandasjúklingum fjölgaði enn á þessu ári. Sárasóttar-
sjúklingunum fór aftur á móti fækkandi.
Akranes. Á árinu eru skráðir 3 sjúklingar með lues secundaria (á
mánaðarskrá aðeins 2), og hefur það ekki áður komið fyrir. Einn