Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Side 50
48
þeirra, háseti, smitaðist í Englandsför. Annar, karlmaður, smitaðist
hérlendis, óvíst hvar, og smitaði þriðja sjúklinginn, stúlku, hér.
Kleppjárnsreykja. Ekkert tilfelli á árinu.
Patreksfí. íslenzkur sjúklingur, tekinn í land af togara með sýfílis
á 1. stigi, lá hér í sjúkrahúsinu um tíma (ekki skráður á mánaðar-
skrá). Var vísað til sérfræðings í Reykjavík til framhaldsmeðferðar.
Bíldudals. 1 unglingspiltur héðan sótti sér lekanda til Reykjavíkur.
1 sjúklingur var skráður með syphilis tertiaria i ágústmánuði. Sjúk-
lingur þessi fluttist hingað frá Isafirði fyrir nokkrum árum, og er
þetta tilfelli gamalt og sjálfsagt vanrækt frá fyrstu hendi. Sjúklingur
þessi var síðan stundaður lengi í Landsspitalanurn og látinn hala
salvarsan, vismút og' pensilin í stórum skömmtum. Fékk mildnn bata,
en varð aldrei sero-r-. Er nú heima við sæmilega heilsu og vinnufær.
Flaieyrar. Engir innanhéraðsmenn fengu kynsjúkdóm á árinu, en
2 togarasjómönnum með lekanda var vísað til kynsjrikdómaiæknis í
Reykjavik, enda búsettir þar (aðeins 1 á mánaðarskrá).
Isafí. 4 iekandatilfelli skráð, 1 stúlka og 3 piltar, ailt frá sama
brunni.
Árnes. 1 lekandasjúklingur, sjómaður frá ísafirði. Kynsjúkdómar
virðast ekki eiga heima í héraðinu, enn sem komið er.
Hólmavíkur. Ekki orðið vart í héraðinu.
Hvammstanga. Varð elcki vart á árinu.
Sauðárkróks. 3 sjúklingar skráðir með lekanda. 1 var útlendur
sjómaður af skipi, sem hingað kom. Hin 2 voru piltur og stúlka, er
dvöldust á Sauðárkróki, en áttu heima í næsta héraði. Höfðu þau
haft samfarir, en erfitt var að fá upplýst, hvort þeirra hafði smitað
hitt. Batnaði öllum vel við súlfalyf og pensilín. Enginn skráður með
lues.
Hofsós. Engin tilfelli skráð á árinu. Mér er þó kunnugt um 2 lek-
andatilfelli í héraðinu, sem bæði leituðu lækninga í nágrannahéruðum.
Dalvíkur. 2 tilfelli af syphilis primaria, hjón: Eiginmaðurinn smit-
aðist í Bretlandi, en kona hans, þá er hann kom heim. Sjúkrahúslækn-
irinn á Akureyri vísaði þessum sjúklingum til mín, en þeir munu hafa
gengið til hans fyrir og eftir vitjunina til mín. Lekandi: 1 tilfelli, sjó-
maður utan af landi, um þrítugt.
Akuregrar. Lekandasjúklingar hafa nær allir smitazt utan héraðs-
ins. 1 innlendur sjómaður kom með sýfílis og fékk hér aðeins áfram-
haldandi lækningu, og smitunin hafði orðið í Englandi. Útlendir sjó-
menn 2 fengu hér áframhaldandi sýfílislækningu, á meðan skip þeirra
dvöldu hér í ca. vikutíma.
Húsavíkur. Ekkert tilfelli kynsjúkdóma annað en 1 útlendingur,
sem kom hingað til að fá lyfjainndælingu.
Egilsstaða. Hafa ekki komið fyrir í héraðinu fremur en undan-
farin ár.
Segðisfí. Kynsjúkdómar sáust ekki allt árið, svo undarlegt sem það
má virðast (þó 2 skráðir með linsæri).
Nes. Það fer ekki hjá því, að fleiri eða færri kynsjúkdómatilfelli
beri hér að landi, á meðan fiskflutningar beint til Englands haldast
við. Ekki eru þó öll lekandatilfellin af erlendum uppruna. Af 5 karl-