Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Qupperneq 51
49
mönnum, skráðum á árinu, voru 2 smitaðir í Englandi, en hinir á
heimalandinu, og einn þeirra hér í bæ, hjá einu stúlkunni, sem skráð
er. Hvar hún, 15 ára unglingurinn, hefur tekið veikina, varð ekki upp-
víst, því að hún kenndi þeim, sem sagðist smitaður af henni. Það er
varla í frásögur færandi, að 2 sjúklingarnir reyndust súlfafastir og
fengu því pensilínmeðferð — 100000 Oxfordeiningar í 4 vöðvadælum
á þriggja tíma fresti. Hitt er víst óalgengara, að pensilín verki þá ekki,
en svo var um annan þeirra. Var tilraunin svo endurtekin, og mun
þá hafa heppnazt. 2 nýir sýfílissjúklingar. Annar þeirra, sjómaður
héðan, smitaður í Englandi og í lækningu hér og i Englandi, samkvæmt
einkaskirteini hans, meðan utanferðir héldust. Síðan fór hann á síld
og hafði lyf meðferðis. Reglulega haldið áfram, er heim kom. Að sá
sami hafði komið heim með lekanda í byrjun ársins er aðeins til að
sýna, hvað blessaðir sjómennirnir eru breyzkir. Hinn útlendur maður,
búsettur í Vestmannaeyjum, með konu og börn.
Djúpavogs. Hefur ekki orðið vart i héraðinu.
Vestmannaegja. Talsvert borið á lekanda á þessu ári, og má tíð-
ast rekja smitunina til enskra hafnarbæja. Súlfalvf hafa yfirleitt
reynzt vel, en í þeim tilfellum, sem þau hafa ekki komið að gagni,
hefur verið reynt pensilín, 200000 til 300000 Oxfordeiningar, með
ágætum árangri. 2 karlar skráðir á árinu með sýfílis, annar útlend-
ingur. Báðir fengu salvarsan og vismút-inndælingar.
Eyrarbakka. 1 sjúklingur kom með syphilis secundaria. Fékk lækn-
ingu og varð WassermannH- við endurteknar rannsóknir.
Keflavikur. Lekandi er í rauninni mjög fátíður í héraðinu. En 4
skipverjar af sama skipi komu úr Englandsferð allir með lekanda. 1
barn með meðfædda sárasótt frá fyrra ári er stundað ennþá.
2. Berklaveiki (tuberculosis).
Töflur V, VI, VIII, IX og XI.
Sjúklingafjöldi 1936—1945:
1. Eftir mánaðarskrám:
Tb. pulm. . Tb. al. loc. . 1936 . 304 . 197 1937 251 169 1938 200 120 1939 237 109 1940 161 68 1941 224 127 1942 156 75 1943 180 87 1944 172 59 1945 151 49
Alls . 501 420 320 346 229 351 231 267 231 200
Dánir . 157 155 106 94 104 120 104 106 96 88
2. Eftir berklaveilcisbókum (sjúkl. í árslok)
1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
Tb. pulm. . . 1028 998 967 851 867 854 853 799 748 746
Tb. al. loc. . . 674 526 511 236 239 259 282 250 231 210
Alls 1702 1524 1478 1087 1106 1113 1135 1049 979 956
Berkladauðinn er nú minni en nokkru sinni áður. Heilaberkla-
dauðinn nemur 12,5% alls berkladauðans, og er það mildu óhagstæð-
7