Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 53
51
til um 98% bæjarbúa. Við skoðunina fundust um 70 sjúklingar með
virka berklaveilri, sem berklavarnarstöðinni var áður ókunnugt um.
Um helmingur af þessum sjúklingum höfðu sýkla í uppgangi. Berkla-
veiki í héraðinu fer jafnt og þétt minnkandi, hvort sem miðað er
við sjúklingafjölda eða dána úr berklum. I árslok 1945 eru berkla-
veikir í héraðinu, miðað við íbúatölu Reykjavíkur, rúmlega 6%. Árið
1940 var sjúklingatalan rúmlega 10%, og munar litlu, að sjúklinga-
talan sé í árslok 1945 helmingi lægri. Á því ári voru 20 berlclasjúk-
lingar taldir dánir. Af þeim eru 2 taldir dánir lir öðrum sjúkdómum
en berklaveiki. 1940 voru 35 taldir dánir úr berldum, og þá var íbúa-
tala Reykjavíkur tæp 40 þúsund. Dánartalan úr berklaveiki er því
rúmlega helmingi lægri 1945 en hún var 1940.
Akranes. Nýskráðar 3 systur, frá sama heimili. Heimilisástæður
ekki heppilegar og tregða hjá fyrstu sjúklingunum að leita læknis,
og' þó fremur á því að fara af heimilinu á heilsuhæli. 1 sjúklingur,
utanhéraðs, dvelur hér við nám.
Kleppjárnsreykja. Ekkert nýtt tilfelli. Nemendur Reykholts- og
Hvanneyrarskóla voru skyggndir af berltlalækni í byrjun skólaársins.
Enginn fannst grunsamlegur. Berklapróf var gert á skólabörnum eins
og áður. 1 barn var talið -|- nú af þeim, sem voru -— árið áður, en
úrskurðurinn er vafasamur (kennari dæmdi).
Borgarnes. 1 nýskráðra berklasjúklinga, Ó. Ó„ var skráður eftir
skyggningu sendimanna berklayfirlæknis í nóvember. Var skyggndur
vegna þess, að 2 börn hans reyndust Moro-|- um haustið við skóla-
skoðun. Reyndist mikið sjúkur í lungum og var sendur til Vífilsstaða.
Ferill hans er fyrst og fremst börnin 2, og svo missti hann barn á
lyrsta ári í febrúar. Var álitið þá, að það hefði pneumokokkamenin-
gitis upp úr lungnabólgu, en meningitis tuberculosa er sjálfsagt rétta
greiningin. Þá veiktist piltur, sem vann á sama verkstæði og Ó., af
pleuritis í febrúar, og er ekki öðru til að dreifa en smitun frá honum.
Mörg hrákasýnishorn lief ég' sent til Rannsóknarstofu Háskólans. Þau
hafa öll reynzt neikvæð nema tvö. Annað, S. H., gamall berkla-
sjúklingur, fór þegar í stað á Vífilsstaði, væntanlega ekki orðið nein-
um að meini. Hitt var kona frá Borðeyri, sem kom hér á ferðalagi
til Reykjavíkur og fékk blóðspýting, sem hún reyndar hafði áður
haft heima. Fór konan þegar í stað á spítala.
Ólafsvíkur. Engin ný tilfelli. Berklaprófuð voru skólabörn i Ólafs-
vík. Eitt, áður vafasamt, nú +•
Reykhála. Eftir skorpuna á árunum 1943 og 1944 virðist nú berkla-
veikin því nær útdauð. 1 ársbyrjun er enginn á skrá, og aðeins 1 er
skráður á árinu og sennilega ranglega.
Patreksfj. 3 nýir berklasjúklingar eru skráðir á árinu. 1) tbc.
renum, 2) tbc. articulationis manus, 3) spondylitis tbc.
Bildudals. Engir berklasjúklingar skráðir á árinu.
Flategrar. Nú virðist horfa aftur í rétta átt í berklamálurtum.
Ástandið er gott í Önundarfirði og viðráðanlegra í Súgandafirði. í
Mosvallahreppi og á Ingjaldssandi hefur ekki orðið vart við berkla-
sjúkling á þessu ári, og eru öll skólabörn á þessum stöðuin Moro-f-,
að einu undanteknu, sem hefur verið sinitað lengi. Á Flateyri hefur