Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Side 55
53
veikur orðinn af brjósthixnnubólgu. Var hann þegar fluttur á sjúkra-
hús ísafjarðar, en þyngdi stöðugt, unz hann dó snemxna á árinu 1945.
Hjá bónda einum fimmtugum tók sig' upp berklamein í fæti. Gert var
að meininu á sjúkrahúsi Isafjarðar, og fékk maðurinn að því er virt-
ist fullan bata, en áður en fyllilega yrði skoi’ið úr um varanleik bat-
ans, hvarf maðurinn aftur heim til bús síns. Öll skólabörn í héraðinu
voru berklaprófuð um haustið. Enginn jákvæður í ár, sem var nei-
kvæður í fyrra.
Árnes. Veit um 1 konu með lungnaberkla, en er ekki smitandi. Hún
er undir árlegu eftirliti á Vífilsstöðum. Hefur verið plúmberuð.
Pirquetrannsókn gerð á skólabörnum, Pirquet-j- 26,5% (skýrsla ekki
boiúzt). Mér er sagt, að hér hafi verið berklaheimili og' fólk dáið heima
úr lungnaberklum, en þrátt fyrir það eru börn frá sumum þessara
heimila P-x-.
Hólmavikur. Með meira móti. 1 stúlka með tbc. pulmonum send á
Vífilsstaði. Systir hennar, 9 ára, fékk nokkru seinna pleuritis. Batn-
aði. Gamall óvirkur sjúklingur fékk haemopthysis. Fór suður til
rannsóknar — en að honum fannst ekkert sérstakt. Kom heim og er
undir eftirliti. 3 systur komu heim frá Reykjavík, en sú 4. var eftir
á Vífilsstöðum. 2 komu í sumarorlofi, taldar smitfi-íar og' áttu að vera
undir eftirliti. Önnur fær haemopthysis, fer suður og er þá orðin
tbc.-f-. Hin veiktist lítils háttar, fer einnig suður og er tekin á spítala.
Þriðja systirin kemur heim til áframhaldandi loftmeðferðar.
Hvammstanga. 17 ára piltur á Hvammstanga fékk þrimlasótt, en
hafði verið skráður fyrr með „adenitis“. Engin örugg sönnun fékkst
þó fyrir því, að um endurtekna berklasýkingu væri að ræða.
Blönduós. Gætti mjög lítið.
Sauðárkróks. Maður frá berldayfirlækni kom í október með ferða-
röntgentæki og skoðaði nemendur Varmahlíðar- og Löngumýrar-
skólanna og auk þess rúmlega 100 manns á Sauðárkróki. Kom í ljós,
að 1 námsmey Löngumýrarskólans hafði tbc. pulmonum á byrjunar-
stigi, og var hún send á hæli. 1 stúlka héðan úr héraðinu fannst auk
þess með tbc. pulmonum á byrjunarstigi við hina almennu berkla-
skoðun í Reykjavík.
Ólafsfj. Kona hafði verið kvefuð allt frá hausti og búin að vera á
fótum með hita töluverðan tíma, einnig afarmikinn hósta. Er hún
hafði legið um tíma, veiktust 2 börn hennar með hita, og' annað, telpa,
fékk þrimlasótt. Bæði börn hennar voru jákvæð við berklapróf, en
urðu hitalaus eftir 2—3 vikur. Börnin og konan voru skyggnd í hinu
ixýja röntgentæki. Sást ekkert í börnunum, en í konunni sást mjög
greinileg caverna í miðju hægra lunga.
Grenivikur. Berklapróf gert á unglingum og börnum í skóla, eitt
tilfelli nx’i jákvætt, sem neikvætt var 1944. Barnið var um tíma á Ak-
ureyri síðast liðið sumar. Sendi það til Akureyrar á berklavarnar-
stöðina þar til frekara örygg'is. Barnið reyndist hraust.
Breiðumijrar. 2 nýir sjúklingar uppgötvuðust á árinu, báðir með
smitandi lungnaberkla.
Húsavíkur. Eins og stendur, er hér að verða lítið um berkla.
Kópaskers. 1 nýr sjúklingur á árinu, karlmaður yfir sextugt. Var