Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Page 59
57 *
Þórshafnar. Kom fram í 2 konum, 34 og 35 ára. Báðar höfðu sulli
í lifur og voru sendar til Akureyrar til uppskurðar.
Vopnafi. Hefur ekki orðið vart í fjölda mörg ár. Hundar hreins-
aðir einu sinni á ári. Sulla verður lítið vart í sauðfé, annarra en
neljusulla.
Égilsstaða. Ekkert nýtt tilfelli.
Nes. Ég veit um einn mann miðaldra, sem tvívegis hefur verið
skorinn vegna lifrarsulls og gengur enn með opinn fistil, að ég held.
Hann hef ég ekki skrásett.
Vcstmannaeijja. Karlmaður yfir sextugt, ættaður af Rangárvöllum,
hafði gamlan kviðarsull. Dó á Landakoti eftir nýafstaðna aðgerð
(hjartabilun). Annars bar ekki á veikinni í fólki, sem hér er fætt og
upp alið. Hundar eru aðeins örfáir til húsvörslu —• óþarfa hundar
engir nú orðið.
6. Geitur (favus).
Töflur V—VI.
S júklingafiöldi 1936—1945:
1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
Sjúkl........ 1 3 7 3 2 2 „ 1 2 1
Á mánaðarskrá úr Ólafsvíkurhéraði er getið 1 geitnasjúklings, og
er það 15—20 ára karlmaður. í ársyfirliti úr sama héraði eru talin
3 börn á sama heimili, sem öll voru send til geitnalækningar á Lands-
spitalann. Enn er í ársyfirliti i'ir Breiðabólsstaðarhéraði getið rúmlega
sextugrar konu með geitur.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Akranes. Hefur ekki orðið vart.
Hesteyrar. Ekkert tilfelli síðast liðin 2 ár.
Húsavíkur. Ekki til.
7. Kláði (scabies).
Töflur V, VI og VII, 4.
Sjúklingafiöldi 1936—1945:
1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
Sjúkl........ 328 455 743 910 1531 1569 828 645 460 385
Kláðafaraldur hernámsáranna mjög rénandi.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Vafalaust er tala skráðra mikils til of lág, þar sem húð- og
kynsjúkdómalæknir ríkisins hefur engri skýrslu skilað á árinu, þrátt
fyrir mikla eftirgangsmuni, nema aðeins talið kynsjúkdóma fram í
síma, eftir oft ítrekaðar óskir.
Akranes. Fannst elcki við skólaskoðun.
Kleppjárnsreykja. Mjög lítið bar á kláða.
Borgarnes. Kláða varð talsvert vart á árinu.
Reykhóla. Leifar frá fyrra ári.
Bíldudals. Aðeins fá tilfelli í ár, enda hefur á undanförnum árum
verið gerð gangskör að því að útrýma þessum leiða kvilla.
8