Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Side 63
61
Hitt, kona með ca. peritonei. Dó hún á árinu. Svo dó hér niaður úr
Hofsóshéraði úr ca. ventriculi.
Hofsós. 3 ný tiifelli á árinu (ekkert á mánaðarskrá).
Grenivikar. 1 maður héðan var skorinn upp í sjúkrahúsi Akureyrar
vegna ca. ventriculi.
Breiðumýrar. 4 sjiíklingar skráðir (3 á mánaðarskrá). 3 þeirra dóu
á árinu.
Húsavíkur. 2. dánir.
Iíópaskers. Roskinn maður dó úr krabbameini í magaopi. Þá fékk
82 ára öldungur krabba í neðri vör. Var sendur á Landsspítalann til
skurðaðgerðar og geislunar og er nú frískur.
Vopnafj. 2 sjúklingar: Karlmaður á sextugsaldri með cancer ventri-
culi og rúmlega sjötugur karlmaður með cancer vesicae urinariae og
meinvarpi í lærleggshálsi. Dóu báðir á heimilum sínum á árinu.
Egilssíaða. Maður á sextugsaldri dó á árinu úr ca. ventriculi &
metastasis hepatis. Var á Landsspítalanum 5 mánuðum áður, en
meinið reyndist ekki skurðtækt.
Seyðisfj. Aðeins 1 sjúklingur, 61 árs karlmaður úr Héraði, er
skráður. Var hann lagður inn á sjúkrahúsið til athugunar, og komu
brátt i Ijós greinileg magakrabbaeinkenni. Dó í janúar þessa árs.
Nes. Sá engan krabbameinssjúkling á árinu, en 1 með papilloma
vesicae urinariae, sem illa gekk að exstirpera, var of nálægt ureter-opi.
Áhöld um, hvort muni betra.
Búða. 55 ára gamall karlmaður dó úr ca. ventriculi.
Djúpavogs. Kona nálægt áttræðu hafði haft ca. manimae í mörg
ár. Dó hún á árinu. Önnur kona, 40 ára, var send á I.andsspítalann
vegna æxlis í kviðarholi. Reyndist hafa ca. mesenterii.
Hafnar. 5 sjúklingar dóu úr krabbameini.
Breiðabólsstaðar. 1 sjúklingur á skrá frá fyrra ári með ca. mammae
andaðist á árinu.
Vikur. Gamall maður, 83 ára, dó úr ca. venlriculi. Stúlkubarn,
7 ára, dó úr sarcoma scapulae (ekki á skrá). Skömmu eftir að fyrst
bar á tumor, var hann skorinn burt, en tók sig upp og óx gríðarlega,
svo að tók yfir alla öxlina og fram á handlegg.
Veslmannaeyja. 5 karhnenn (4 á mánaðarskrá), 1 með ca. ventri-
culi & hepatis, 1 með ca. ventriculi & pancreatis, 2 með ca. ventriculi
og l með ca. nasopharyngis. Dóu allir á árinu, nema hinn síðast taldi,
sem nú er dauðvona. 3 konur dóu úr sama í héraðinu og hin 4. í
Reykjavík.
Egrarbakka. Af þessum sjúkdómi hafa 7 látizt á árinu.
Laugarás. 2 sjúklingar á skrá, og dó annar þeirra á árinu úr ca.
ventriculi. Auk þessara er a. m. k. 1 sjúklingur, sem hefur leitað sér
Jækninga utan héraðs.
Keflavíkur. 6 sjúklingar dóu úr krabbameini á þessu ári, flestir úr
magakrabba, og mun það láta nærri að vera sem næst meðallagi í
landinu eftir fólksfjölda í héraðinu.