Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Page 64
62
9. Drykkjuæði (delirium tremens).
Töflur V—VI.
S júklingafíöldi 1936—1945:
193G 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
Sjúkl. ....... 1 2 „ 1 2 2 „ 3 1 2
Læknar iáta þessa getið:
Akiireyrar. Reglulegt drykkjuæði, veit ég ekki til, að komið hafi
hér fyrir á árinu, þótt óneitanlega sé drukkið hér miklu meira áfengi
en góðu hófi gegnir og' sumir því ölóðir oftar en æskilegt væri.
Húsavíkur. Drykkjuæði hef ég ekki séð hér.
Vestmannaeijja. Ekki komið fyrir á árinu.
r
C. Ymsir sjúkdómar.
1. Algengustu kvillar.
Kleppjárnsreijkja. Tannskemmdir 129 (tannviðgerðir 63 sjúkling-
ar, 216 tennur, tanndráttur 66 sjúklingar), g'igt 84, húðsjúkdómar
56, slys 59, ígerðir og bólgur 52, taugaveiklun 42, meltingarsjúlc-
dómar 40.
Ólafsvikur. Affectiones neurasthenicae, má ég segja, að séu mín
stærsta sjúklingasyrpa, að frá talinni tannátu og ef til vill gigtinni
og allt þetta þrennt samtvinnað sín á milli, svo og blóðleysi, og allt er
þetta ávöxtur af bölvaðri menningunni eða öllu heldur ómenningu,
henni samtvinnaðri. Ég er ekki að segja, að ég haldi, að meira sé um
þetta hér en víða annars staðar.
Reykhóla. Tannskemmdir, taugaveiklun, gigt, magakvillar, húðsjúk-
dómar, blóðleysi, smámeiðsli og ígerðir, farsóttir o. s. frv. með ýms-
um smátilbreytingum frá ári til árs.
Bildudals. Tannskemmdir 47, slys ýmiss konar 40, igerðir og bólg-
ur 38, gigtarsjúkdómar 32, taugasjúkdómar 16, húðsjúkdómar 14,
meltingarfærasjúkdómar 18, blóðsjúkdómar 18, augnsjúkdómar 16,
háls-, nef- og eyrriasjúkdómar 13, kvensjúkdómar 11, þvagfærasjúk-
dómar 7, hjartasjúkdómar 11, lungnasjúkdómar 11, æxli meinlaus og
illkynjuð 9 og auk þess farsóttir, sem taldar hafa verið á mánaðar-
skrám.
Flateijrar. Auk farsóttanna ber hér einna mest á ýmsum efnaskipta-
og vöntunarsjúkdómum, svo sem tannátu, blóðleysi, margs konar
kvillum í meltingarfærum, fjölbreytilegum húðsjúkdómum og' gigt
alls konar. Kvillar í meltingarfærum 67, í æðakerfi og blóði 73, hjarta
14, í öndunarfærum 20, í þvagfærum 22, í kynfærum 32, gigtarsjúk-
dómar 56, húðsjúkdómar 26, augnsjúkdómar 24, háls-, nef- og eyrna-
sjúkdómar 16, slys, ígerðir og bólgur 122.
Isafj. Fyrir utan tannskemmdir var mest um gigt i ýmsum mynd-
um, magaveiki og húðsjúkdóma.
Árnes. Tannskemmdir, þá gigt alls konar, húðsjúkdómar, blóðleysi,
bólgur og ígerðir, meltingarkvillar og' taugaveiklun.