Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Side 65
63
Hólmauikur. Tannsjúkdómar, smáslys, gigt alls konar, meltingar-
kvillar, blóðleysi og ýmsir húðkvillar.
Hvammstanga. Algengustn kvillar tannáta, gigt, taugaveiklun og
meltingarkvillar.
Sauðárkróks. Farsóttir og' aðrir sjúkdómar á mánaðarskrá (far-
sóttasjúklingar Lárusar Jónssonar meðtaldir) 863, tannsjúkdómar
224, slys alls konar 154, ígerðir og bráðar bólgur 128, tauga- og
gigtarsjúkdómar 117, blóðsjúkdómar 110, meltingarkvillar 75, húð-
sjúkdómar 75, augnsjúkdómar 59, kvensjúkdómar 42, háls-, nef- og
eyrnasjúkdómar 36, hjarta- og æðasjúkdómar 20, lungnasjúkdómar
15, nýrnasjúkdómar 13.
Hofsós. Algengustu kvillar, að farsóttum slepptum, eru tann-
skemmdir, meltingarsjúkdómar, g'ig't, húðsjúkdómar, blóðleysi, tauga-
veiklun.
Ólafsfj. Algengustu kvillar, auk farsótta, eru tannsjúkdómar, 96
sjúklingar skráðir. Næst koma taugaveiklun, alls konar gigtar- og
meltingarsjúkdómar.
Grenivíkur. Gjgtarsjúkdómar með mesta móti, vöðva- og liðagigt
48, taugagigt 31, blóðleysi 42, urticaria 33, taugaslappleiki 20, eczema
15, alltaf mikið af tannskemmdum (dregnar voru 42 tennur), igerðir
og kýli 13.
Húsavíkur. Kvensjúkdómar og taugaveiklun, tannskemmdir, maga-
og þarmasjúkdómar, blóðleysi, sár og ákomur, tognanir og mör,
nef-, háls- og eyrnasjúkdómar, augnsjúkdómar, fingurmein og ígerðir,
húðsjúkdómar, efnaskipta- og bætiefnasjúkdómar. Aðrir sjúkdómar
hafa komið fyrir, hver sjaldnar en 100 sinnum á árinu.
Hórshafnar. Tannskemmdir, vöðva- og' taugagigt, taugaveiklun og
húðsjúkdómar eru algengustu kvillar.
Egilsstaða. Eins og fyrri daginn ber mest á tannskemmdum, tauga-
veiklun og gigt alls konar, einnig húðsjúkdómum, sem illt er að eiga
við, og meltingartruflunum, einkum obstipatio chronica i konum.
Seyðisfj. Eg álít, að kvefið verði að teljast tíðasti kvillinn. Kemur
varla sá mánuður, að fólk tali ekki um „þetta vonda kvef, sem geng-
ur“. Mikið væri áunnið, ef hægt væri að losa fólk við það sífellda
kvef. Ég hygg, að ef lýsisneyzla yrði almenn, a. m. k. að vetrinum, og
útiloft fengi að leika um híbýli fólks allan sólarhringinn, mundi draga
allverulega iir kvilla þessum, en það er hægara sagt en gert að fá
fólk til að fylgja ekki fyrirhafnarmeiri reglum en þessum. Tann-
skemmdir finnast mér heldur minnka. Slappleiki og taugaóstyrkur
er fjarska algengt fyrirbrigði, sérstaklega meðal kvenna, og er inni-
veru þar eflaust mikið um að kenna. Gigt í öllum myndum og melt-
ingartruflanir eru einnig mjög algengir kvillar.
Nes. Kvefsóttirnar eru hér alltaf langalgengustu kvillarnir. Verður
tæplega gert upp á milli þeirra og tannskemmdanna, sem eru svo
sjálfsagðar í broddi fylkingar, að varla þykir vert að nefna þær. Langt
á eftir þeim koma taugaveiklun, gigt, ýmsir húðkvillar, smámeiðsli
og bólgur.
Búða. Algengustu kvillar, auk farsótta, hinar sömu og áður: tann-
skemmdir, taugaveiklun, gigt og blóðleysi.