Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Síða 69
67
7. Asthma.
Flateijrar. 5 sjúklingar, og þurfa 3 þeirra stöðuga ephedrínmeðferð.
Hvammstanga. Virðist hér nokkuð algengur kvilli. Mér er kunnugt
um 5 tilfelli, 2 slæm.
Ólafsfi. 3 sjúklingar, 2 konur og 1 karl. Önnur konan, sem heita
mátti, að fengi kast á hverjum sólarhring, og þá einkum að nóttu
til, er nú mun betri. Spurði ég hana um breytingu á lifnaðarháttum,
og kom í ljós, að hún hafði skipt um svefnherberg'i. Einnig hafði hún
tekið eftir því, að hún mátti helzt ekki koma i eitt tiltekið herbergi
í húsinu.
Vestmannaegja. Nokkur tilfelli á árinu. Ephedrín hefur bætt flesta
þessa sjúklinga.
8. Avitaminosis.
Flateyrar. 6 börn í Súgandafirði höfðu beinkröm og 4 skyrbjúgs-
einkenni. Súgfirðingar eru miklir fiskimenn, en lýsis- og lifrarneyzla
þeirra mun ekki vera í neinu samræmi við það.
Arnes. Nolckur börn á 1. og 2. ári með væga beinkröm. Batnar
oftast við lýsisgjafir. Hef einnig orðið var við beri-berieinkenni á
fullorðnu fólki, og hresstist það fljótt og vel við faex medicinalis.
Hólmavíkur. Vafalaust til í smáum stíl.
Ólafsfi. 3 greinileg tilfelli af beinkröm, en sjálfsag't fleiri á lágu
stigi.
Grenivikur. Lítið hef ég orðið var við vöntun á C-vítamíni. Hef
þó rekizt á 4 greinileg tilfelli, öll á lágu stigi. Aftur virðist Bj-víta-
mínsskortur vera töluvert algengur. Hef gefið B^-inndælingar með
góðum árangri.
Þórshafnar. Skortur á fjörefnum er hér frekar algengur. Helzt
vantar C og B.
Egilsstaða. Ég er þess fullviss, að talsvert er um fjörefnaskort i
héraðinu, því að árlega sé ég' eitthvað af greinilegum beinkramar-
merkjum, og leyndan skyrbjúg þykist ég viss um að hafa orðið var
við á útmánuðum. Algengur slappleiki og þreyta í vöðvum, sem oft
skánar við faex medicinalis, er að öllum líkindum vegna skorts á
B-vítamíni.
Nes.\ Ýmislegt bendir til, að f jörviskortur sé algengur. Beinkröm
reynist mér allalgeng', þrátt fyrir alla lýsisgjöf. Ekki sjaldgæft, að
veikluleg hörn fái útlimaþrautir, sem hverfa sem dögg fyrir ascorbín-
sýru. Þriðja er það, hversu mörgum má bæta taugaþrautir með
Bi-gjöf.
Búða. Nokkur væg beinkramartilfelli þrátt fyrir ahnenna lýsis-
notkun.
Hafnar. Lítið ber á bætiefnaskorti hér og þá helzt um ógreinilega
rachitis að ræða. Ýmiss konar „slen“ og þreyta freistar til Bj-inn-
gjafa, en með misjöfnum árangri. Þó er árangur svo góður stunduin,
að sennilega er óhætt að tala um Bi-fjörviskort „ex adjuvantibus“.
Vestmannaeyja. Árlega slangur af vægurn tilfellum. Á heilsu-
verndarstöð ungbarna komu um 30 börn með sjúkdóminn, flest á
lágu stigi. Batnaði fljótt og' vel við kvartsljós og' hætt mataræði.