Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Síða 75
73
36. Tumor cerebelli.
Laugarás. Miðaldra bóndi fékk síðast liðinn vetur ])rálátan höfuð-
verk, sem fór versnandi og kom í köstum. Tók hann eftir því, að
sjónin depraðist í köstunum. Púls var hægur. Sjúklingurinn var
sendur til Reykjavíkur til rannsóknar og þaðan flugleiðis til Stokk-
hólms til uppskurðar vegna heilaæxlis. Þaðan kom hann siðast liðið
haust albata, að þvi er virtist.
37. Tumores benigni.
Nes. Fibromyoma uteri 1, atheroma cruris 1, buccae in cicatrice 1.
38. Urticaria.
Ólafsvikur. Affectiones allergicae eru nokkuð algengar hér, og eftir
því hef ég tekið, að kvenfólk, einkum börn, steypast út í ofsakláða
við hingaðkomu sína, en snarbatnar svo, er þau fara burt.
Hvammstanga. Nokkuð algeng á börnum, einkum vor- og sumar-
mánuðina vegna breytinga á mataræði.
Ólafsfj. Þó nokkuð algengur kvilli á börnum.
Grenivíkur. Með meira móti á árinu.
Vopnafj. 2 tilfelli.
Egilsstaða. Urticaria mjög algeng, sérstaklega í börnum, en líka
í fullorðnu fólki.
Búða. Gætir talsvert.
Eyrarbakka. Gerir hér töluvert vart við sig.
39. Varices & ulcera cruris.
Kleppjárnsregkja. Nokkur slæm tilfelli.
Reykhóla. Varices liafa hér allmargar konur og' fáeinar ulcera með,
en ekki veit ég um neinn karhnann hér með þenna kvilla.
ísafj. Töluvert áberandi hér. Oft út frá þeim meira og minna út-
breitt eczeina. 3 slílca sjúldinga tókst að lækna á árinu með pensilíni.
Hólmavíkur. Sjást oft.
Hvammstanga. Ekki ótíð.
Þórshafnar. Nokkrar konur komu með æðahnúta. Dælt í hnútana.
Vopnafj. 10 tilfelli.
Egilsstaða. Varices et ulcera cruris og eczema út frá þeim er mjög
algengt á konum.
Seyðisfj. Pensilínupjilausn í grisjur við óhrein sár hefur mér reynzt
þrýðilega, svo sem við þrálát ulcera varicosa og eczema iit frá þeim.
Hafnar. Allalgengt, einkum á kvenfólki, sem komið er af léttasta
skeiði eða hefur átt mörg börn. Hef á stríðsárunum fengið mörg lyf
til inndælingar, en reyndust flest illa.
Vestmannaeyja. Ber talsvert á sjúkdómnum í konum, sem átt hafa
mörg börn, og' körlum yfir fimmtugt, sem erfiði stunda.
10