Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Page 80
78
föl yfirlituni 2, excoriationes cutis 1, jákvætt berklapróf 3. Holdafar
lauslega áætlað þannig: Ágætt 7, gott 8, miðlungs 11.
Egilsstnða (107). Tannskemmdir er algengasti kvillinn. Óþrifin
haldast við. Árlega sést eitthvað af sjóngöllum og stækkuðum háls-
eitlum. Annars eru börnin yfirleitt hraustleg og líta prýðilega út, og
virðist mér hreysti þeirra og útlit fara batnandi ár frá ári.
Bakkagerðis (19). Stækkaðir gómeitlar 5, eitlaþroti á hálsi 5, bein-
kramarmerki á sternum 3, strabismus convergenes 1. Yfirleitt voru
börnin vel hraust.
Seyðisfi. (120). Tannskemmdir tíðasti kvillinn eins og alltaf áður.
Viðgerðar tennur eru að kalla má óþekkt fyrirbrigði, þar eð aldrei
næst til tannlæknis. Nokkur börn höfðu eitlaþrota á hálsi og' undir
kjálkabörðum og nokkur stækkaðar tonsillae. 1 barn á Eyrunum
hafði talsvert miklar beinkramarbreytingar á sternum. Sjón- og
heyrnargallar voru hverfandi litlir.
Nes (172). Drengur með útvortis berkla fékk skólavistarleyfi. Tann-
skemmdir eru miklar sem fyrr. Hins verður ekki vart við skóla-
skoðun, að fatalúsin er enn til á heimilunum, en það kemur fram í
kvörtunum mæðra, þegar á skólavistina líður. Eru böðin illræmdust.
Börnin hrúg'a saman fötunum, og' eru þá öll, börn og heimili þeirra,
í sömu skúffunni.
Búða (146). Algengustu kvillar skólabarna eru tannskemmdir.
Hypertrophia tonsillaris höfðu 19, adenitis colli (non tbc.) 10,
scoliosis 1. gr. 4, kyphoscoliosis 1, psoriasis 2, sjónskekkju 1. Að öðru
leyti reyndust börnin vel hraust, og var öllum leyfð skólavist.
Djúpavogs (98). Yfirleitt vel hraust. Mikið um tannskemmdir, lús
og' nit líkt og áður. í samráði við skólastjóra barnaskólans var gerð
ýtarleg' tilraun til þess að aflúsa börnin hér á Djúpavogi, og hefur
hreppurinn tekið að sér að greiða kostnaðinn. Nokkurn árangur hefur
tilraun sú borið, en ekki þó sem skyldi. Hryggskekkja á lágu stigi 4,
hypertrophia tonsillarum 10.
Hafnar (99). Helztu kvillar skólabarna, auk tannskemmda og
óþrifakvilla, teljast mér vera hér kokeitlaauki, hálseitlabólga, derma-
titis, blepharitis og sjónskekkjur. Annars eru ekki veruleg brögð að
þessu, og mér finnst börnin hér lita yfirleitt vel út — og betur en
sums staðar annars staðar, þar sem ég hef gegnt héruðum. Ég tel
engan vafa á því, að þetta megi rekja til berklaleysisins.
Breiðabólsstaðar (55). Hypertrophia tonsillaris á lágu stigi 19,
eitlaþroti undir kjálkabörðum 13, lítils háttar hrvggskekkja 3.
Vestmannaegja (439). Barnaskólinn (402): Yfir þroskaaldri
338, undir 64, nærsýni 5, strabismus 2, heyrnardeyfa 1, eitlaauki 3,
skakkbak áberandi 30, nit 6. Vikið var úr skóla 3 börnum með virka
berklaveiki. Adventistaskólinn (37): Yfir þroskaaldri 32, undir
5, nærsýni 2, eitlaauki 1, skakkbak 4, nit 2. 1 telpa holgóma, 8 ára.
Eyrarbakka (122): Langalgengasti kvilli skólabarna tannskemmdir.
Stæklcun á kokeitlum og hálseitlaþrota gætir nokkuð. Þó mun almenn
lýsisgjöf barna hamla vel þar á móti. Öf mikið um lús og nit. Engu
barni vísað úr skóla vegna næmra sjúkdóma.
Selfoss (255). Myopia 24, stx-abismus convergens 1, vulnera &