Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Qupperneq 94
92
ég sóttur. Konan var IV-para, blóðrunnin, eins og nár í framan og
nær púlslaus. Secaledropar höfðu lítil áhrif haft. Var .nú konan
stímúleruð og síðan flutt í sjúkrahús Seyðisfjarðar. Flutningurinn
var þó erfiður, þar sem bæði var yfir land og' sjó að fara. Þrátt fyrir
mikla sjóveiki, lifði konan ferðavolkið af. Aðgerð var síðan frarn-
kvæmd í sjúkrahúsinu, og heilsaðist konunni vel á eftir. Eins og ég
hef áður gefið urn, fara konur hér aldrei fram á að fá deyfingu við
eðlilegar fæðingar, og er það vel og konunum til g'óðs. 3 konur misstu
fóstur á 1.—3. mánuði. Vegna blæðingar var gerð á þeim öllum
abrasio. Aldrei er farið hér fram á fóstureyðingar nú orðið. Margt
fólk virðist vera orðið sjálfrátt gerða sinna um barngetnað.
Nes. Kallaður til 10 fæðandi ltvenna. Ein þeirra, primipara, var
langt komin í fæðingu, er hún fékk eklamptiskt kast. Tókst að halda
krömpum niðri með Stroganoffs ineðferð og deyfingu, og fæddi hún
fljótlega án annarra aðgerða. Önnur var Ill-para með fyrirsæta fylgju
(partialis), og blæddi nokkuð. Himnur sprengdar, og stöðvaðist þá
blæðing að nokkru leyti. Af því að hríðir voru lélegar, var gefið pitúi-
trín. Við það dró betur úr blæðingu, og gekk fæðingin greiðlega úr
því, og sakaði barn ekki. í þriðja skipti var blæðing eftir fæðingu
ófullburða og hálfdauðs barns, og' fylgdu yfirlið. Ekki tókst að þrýsta
fylgjunni út, og varð því að ná henni með hendinni. Við það upp-
götvaðist, að uterus var tvískiptur í fundus og svo mikið, að mér þótti
of lítið að kalla hann subseptus. Sat placenta uppi í þröngu vinstra
horninu, og var afarerfitt að ná henni þaðan — höndin komst svo
illa að. Samt náðist hún í einu lagi, og blæddi ekkert eftir það. Fékk
konan ríflega súlfadíazin fyrstu dagana, og bar lítið á sótthita. Barn-
ið lifði hins vegar elcki nema 5 tima. Til hinna var aðeins farið til
deyfingar eða til að herða á sótt.
Búða. Vitjað 12 sinnum, í eitt skipti í annað hérað. Tilefnið tví-
vegis föst fylgja, sem sækja þurfti með hendi, adynamia í eitt skipti,
dysdynamia, ósk um deyfingu og Ijósmóðurleysi í fjögur skipti.
Djúpavogs. Viðstaddur 9 fæðingar, þar af 3 aðeins til að deyfa.
Hjá 4 konum um sóttleysi eitt að ræða. Hjá einni þeirra, IX-para, staf-
aði sóttleysið af vanskapnaði fósturs (hydrocephalus). Ummál höf-
uðs 45 sm. Fæðing gekk þó, án þess að verkfæri væru notuð. Konu
heilsaðist allvel. 1 kona féklc hita í fæðingu og pensilínsprautu.
Tvisvar var fylgja losuð, sótt með hendi. Þrisvar pitúitrín gefið til
þess að flýta fyrir fæðingu. Einu sinni gerð episiotomia. 1 kona, 24
ára multipara, komin 7 mánuði á Ieið, fékk pyelitis in graviditate cum
calculo ureteris. Fékk slæm köst með sárum verkjum og háum hita.
Batnaði í fyrstu við súlfaþiazól, en sjúkdómurinn tók sig upp hvað
eftir annað og fór alltaf versnandi. Leit ekki út fyrir annað en mors,
ef ekkert væri aðgert. Var þá náð í pensilín frá Fáskrúðsfirði. Kon-
unni bráðbatnaði, og átti hún barn sitt á eðlilegum tíma, og gekk
allt prýðilega. Rétt á eftir að lokið var við pensilínlækninguna, kom
í Ijós í þvagi sjúklingsins ca. baunarstór steinn, er mun hafa átt sinn
þátt í hinum svæsnu einkennum. 1 fósturlát hjá fjölbyrju, 30 ára.
Fékk secale. Heilsaðist vel.