Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Side 97
95
Borgarnes. Fract. radii 5:1) gömul kona, fall i stiga, opið, 2) gömul
kona, fall á hálku, töluverð dislocatio, var á balli um nóttina, áður
en að var gert, 3) gömul kona, fall á hálku, 4) 11 ára telpa, fall á
götu, og 5) áttræð kona, fall í stiga; cubiti 2: kona um fertugt, er var
að stikla yfir stórgrýtta á og datt á olnbogann, og 6 ára drengur (supra-
condylica & articulationis), fall í leik; colli femoris 1: áttræð kona,
komst á stjá; patellae 1: karlmaður á þrítugsaldri, fall í snarbrattri
hjarnbrekku á rjúpnaveiðum, hrapaði og hnéð lenti á steini; cruris 2:
gömul kona, fall á hálku, og lcarlmaður á tvítugsaldri, steig á planka
yfir súrheysgryfju, og bilaði hann, svo að hann féll æði djúpt niður
í grjót; antibrachii 1: stúlkubarn féll af hestbaki; claviculae 1:
drengur úr Reykjavík fétl af hestbaki; costarum 5. Lux. humeri 2:
bílstjóri var að rétta kassa upp fyrir sig á bíl, en skrikaði fótur og
fór úr liðnum, og sjötugur maður lenti í áflogum á fylliríi, og sneri
félagi hans hann úr liði. Banaslys hafa 3 komið fyrir á árinu. í) Bíl-
slys. Ung kona, sem sat hjá manni sínum, bílstjóranum, ætlaði að
stökkva út úr bílnum, er hann var að velta út af veginum, en varð
undir bílnum og klemmdist til bana. Margir fleiri voru í bílnum og
fengu ekki einu sinni skrámu. Hef séð þetta sama oftar, að fólki er
iniklu hættulegra að reyna að komast út úr bílum í veltu en að bíða
rólegt átekta. 2) Bílslys. Maður fór út af bílpalli, áður en bíllinn var
stöðvaður, og lenti undir afturhjóli hans, sem fór yfir pelvis hins
slasaða og braut hana. Fékk auk þess ruptura urethrae með retentio
urinae og innvortis knos. Var fluttur til Reykjavikur, þar sexn hann
dó síðar. 3) Þriðja banaslysið varð, er aðkomumaður hér varð fyi-ir
höfuðhöggi í ölæðisryskingum og beið skjótan bana af haemorrhagia
intracranialis. Ytri áverkar virtust ótrúlega lítil fj örlegir til að valda
slíku. Mörg smærri slys komu fyrir, svo sem contusiones, vulnera
incisa et contusa o. s. frv., sem ég hirði ekki að greina nánara.
Ólafsvíkur. Vulnera traumatica 17. Distorsiones 14. Contusiones 7.
Lux. humeri 1. Fract radii ant. 2, medio ossis 1, dig. III & exarti-
culatio partialis dig'. II 1.
Reykhóla. Slysfarir fáar og smáar og ekki í frásögur færandi.
Patreksfj. Maður dó af slysförum, datt iir ca. 4 m hæð og kom á
höfuðið niður á steingólf. Þegar ég kom til hans, ca. 15 mínútum eftir
slysið, var hann meðvitundarlaus, komst aldrei til fullrar rænu og
dó eftir um 2 klt. Virtist hafa fengið fract. baseos cranii, commotio
cerebri og líldega contusio cerebri líka. Um intracranial blæðingu,
held ég, að ekki hafi verð að ræða. 42 ára maður, bixsettur í Tálkna-
firði, var staddur úti í Ameríku og drukknaði þar af skipi, er færður
hér á skrá.
Bildudals. Engin meira háttar slys hafa komið fyrir á árinu. Fract.
antibrachii 2, costae 2, claviculae 2, digiti pedis 1, lux. humeri 1,
pollicis manus dextrae 1, commotio cerebri 1, annars mest skurðir og
stungur í sambandi við fiskveiðar og fiskverkun.
Flateyrar. Slys ekki mörg á árinu og flest sxxiávægileg'. Roskinn
maður í Súgandafirði fékk aðsvif, er hann var á leið til lands á litl-
um pramma, og' hvolfdi prammanunx við það. Hann náðist eftir
nokkrar xnínútur, og voru þegar hafnar lífgunartilraunir á honum,