Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Side 103
101
radii typica sin. Unglingspiltur stakk sig á hníf í hægra framhandlegg
lófamegin. Sárið var tekið saman ineð klemmum, og greri það pr. pr.,
en síðar myndaðist aneurysma, sem svo krafðist aðgerðar. Auk þessa
komu fyrir ýmis minna háttar meiðsli.
Nes. Fract. humeri sin. 1, 62 ára kona, humeri 2, 7 ára og 14 ára
drengir, olecrani 2, 14 ára drengir, radii 1, 25 ára karlmaður, ulnae
directa, 56 ára karlmaður, claviculae (greenstick) 1, 6 ára stúlka,
costae 1, 51 árs karlmaður, malleoli 1, 59 ára kona, calcanei 1, 35 ára
karlmaður, og ossis nasi 1, 25 ára karlmaður. Af þessum brotum eru
sögulegust bæði olecranonbrotin og annað upphandleggsbrotið, því
að þau voru öll á sama drengnum, sem ég reyndar hef getið áður,
vegna fragilitas ossium. Urðu þessi brot öll með stuttu millibili. Fract.
ulnae directa var nærri % mánaðar gömul. Hafði 56 ára vinnumaður
dottið á handlegginn i fjósinu. Var sett spelka við og beðið byrjar til
læknis. Af smámeiðslum hef ég skráð 36.
Búða. 9. júní drukknaði þriggja ára drengur hér. Talið er líklegt,
að hann hafi dottið út af bryggju. Fannst í flæðarmálinu. Lífgunar-
tilraunir báru engan árangur. Annar drengur, 5 ára gamall, féll á
milli báts og bryggju og var meðvitundarlaus, er hann náðist. Tókst
þó að lífga hann. Annars lítið um slysfarir á árinu.
Djúpavogs. 1 dauðaslys. Maður hrapaði til bana í Breiðdal. Hafði
farið á rjúpnaveiðar snemma morguns og kom ekki heim aftur um
kvöldið. Var þá gerður út flokkur manna til þess að leita að honum,
og fannst hann örendur í dalverpi einu suður úr Breiðdalnum. Hafði
hann hrapað og skot hlaupið úr byssunni í bak hans og út um
brjósið. Distorsiones og' contusiones 4, fract. antibrachii 1 (drengur
féll af baki og tróð hesturinn ofan á handlegginn), costae 1, clavi-
culae 1, Collesi 1, lux. pollicis 1, vulnera 20, ambustiones 2.
Hafnar. 13. apríl drukknaði 25 ára gamall maður. Var ásamt 2
mönnum öðrum í báti að næturlagi hér innan fjarða. Vegna straum-
þunga rakst kænan á færeyska skútu, sem lá við akkerisfestar á
skipalæginu, og' stefni skekktunnar rakst á kaf. Lux. patellae: 22 ára
gamall maður rann til á þilfari. Fékk slæma distorsio og haemarthros
upp úr liðhlaupinu, sem hrökk þó sjálfkrafa í lið. Fract. costae VI
& VII dx.: 61 árs maður við húsbyggingu féll af palli og lenti á
kassabrún. Distorsio genu sin.: 16 ára piltur datt um gærukippu.
Vuln. incisum regionis olecrani dextri: 34 ára maður fékk hníf-
stungu í ógáti hjá öðrum manni við afhausun á fiski. Contusiones,
vulnera contusa et incisa, corpora aliena og smáambustiones, eins og
vant er.
Breiðabólsstaðar. Fract. tibiae et fibulae I, combustiones 2, vulnera
* 9. F'ótbrotið greri vel. Það var á 57 ára gamalli konu, sem datt í stiga
heima hjá sér. Annar stærsti áverkinn var á 47 ára bónda, sem féll
af hesti á andlitið niður í eggjagrjót. Var í fjárleitum um haustið.
Fékk hann 6 sár á andlit, stærri og minni, og' nef klofnaði djxipt að
endilöngu. Sárin saumuð saman og greru á 8—12 dögum án nokk-
urrar ígerðar.
Vílair. Fract. cruris sin. complicata: Maður á bílaverkstæði, og
stóð út brotendi. Þegar ég kom að, eftir nokkrar mínútur, sást ekki