Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Síða 105
103
hrundi, og varð hann undir honum og grófst í kaf. Náðist með naum-
indum lifandi. Náði sér. Karlmaður, 65 ára: Ruptura tendinis quadrici-
pis femoris dextri. Skall ofan af palli í myrkri. Saumað saman. 28
ára sjómaður: Fract. humeri dextri. Var að tuskast við fclaga sinn.
Hér hafa verið talin helztu slys, en auk þess er nokkuð um smá-
meiðsli, aðallega vertíðarmánuðina.
Eyrarbakka. Fract. femoris 1, mandibulae 1, maxillae 1, costarum
3, distorsiones pedis 3, vulnera conquassata et incisa 21, combustiones
II. gr. 2.
Selfoss. Stúlka drukknaði hér í Ölfusá, fleygði sér viljandi í ána.
Líkur benda til, að stúlkunni hafi snúizt hugur, þegar orðið var um
seinan að bjarga henni. Einna stórkostlegust eru þau slysin, sem
verða af völdum bifreiða eða í sambandi við akstur þeirra. Eigi að
síður sætir það oft furðu, hve smávæg'ileg þau verða, enda þótt að-
stæður og' atvik séu slík, að endast hefðu mátt til bana allra þeirra,
sem i hættu voru. Það ber oft við, að hinar ægilegustu veltur og
liarkalegustu árekstrar valda óverulegum slysum einungis. Mér finnst
þetta oft svo athyglisvert og kynlegt, að ég læt það eftir mér að
greina stuttlega frá einum þess háttar atburði, og hefst hér frásögn
sú: Það bar til á þessu hausti, að vörubifreið ein úr Gaulverjabæjar-
hreppi, með hálffermi af þungavöru, var á leið niður Kamba. Með
henni var ekki annað manna en ekillinn og unglingspiltur, sem sat
við hlið hans í húsinu. Piltur þessi var mjög fatlaður á báðum höndum
í og handleggjum og þó enn meira á báðum ganglimum. Ilann var svo
bæklaður og skældur, að hann gat litla björg sér veitt í daglegu lífi
og ekki hreyft sig úr stað að kalla, nema í hjólastól. Skýri ég frá
þessu til þess að sýna, hve vanmáttugur hann hefur verið að verjast
áföllum, alls konar. Af einhverjum ástæðum missti ekillinn vald á
vagninum. Rann hann út af veginum og steyptist margar veltur
niður brattann. Bílstjóranum tókst að stökkva út í byrjun veltunnar,
og sakaði hann ekki. Bílhúsið molaðist mélinu smærra og brettið
einnig nokkuð. Kvaðst ekillinn ekki hafa látið sér annað til hugar
koma en pilturinn væri örendur, eða að minnsta kosti hræðilega
limlestur og lemstraður. Undrun hans varð því mikil, er hann kom
að og sá, að pilturinn lá hress og brosandi innan um spítnabrakið úr
bilhúsinu. Ég skoðaði piltinn skömmu eftir slysið (ca. 2V2 ldst. síð-
ar). Örlítið hafði sprungið fyrir á nefi hans og fleiður lítið komið
á einn fingur. Það var allt og sumt. Ökuslysin hafa annars oft verið
mér umhugsunarefni, og mættu þau vera það hverjum manni, og þó
engum frekar en bifreiðarstjórunum, svo æg'ileg' eru þau oft, enda
tíðni þeirra ört vaxandi. Ég hef ekið bifreið sjálfur allmikið og auk
> þess ferðazt með bifreiðum meira en velflestir þeirra, sem ekki hafa
bifreiðaakstur að atvinnu. Ég ætti því að hafa sæmileg skilyrði til
þess að mynda mér sennilega skoðun um orsakir bifreiðaslysanna.
Og það hefur farið svo, að eftir því sem ég hef kynnzt þessum mál-
um betur og meira um þau hugsað, því sannfærðari hef ég orðið um,
að bifreiðastjórarnir eiga meiri eða minni sök á meginþorra þeirra.
Fract. femoris (12 ára piltur) 1, cruris 3, costarum 5, claviculae 6,
radii typica 2, antibrachii 4, lux. humeri 2, genu 1, cubiti 4, pollicis 1,
>