Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Side 109
107
Blönduös. Blinda fólkið týndi nokkuð tölu á árinu, en sennilega
koma ekki allir til framtals af þeim, sein við eiga að bætast jafn-
óðum, fyrr en nokkuð líður frá.
U m d e y f i 1 y f j a n e y t e n d u r.
I Kleppjárnsreykja. Deyfilyfjaneytandi enginn.
Blönduós. Neytandi deyfilyfja er aðeins 1 kona á níræðisaldri, og
er ekki hægt að vera að halda í þau við hana, enda ólíklegt, að henni
endist lengi aldur.
Hvammstanga. Deyfilyfjaneytendur engir.
Sauðárkróks. 1 gömul kona skráð. Hefur hún um margra ára skeið
notað tinct. thebaiea vegna verkjakasta, er hún fær, eða líklega rétt-
ara sagt, hefur einhvern tíma fengið, en finnst hún nú þurfa stöðugt
dropana. Notar á ári ca. 500 g.
Dálvíkur. Neytandi deyfilyfja er einn: kona um sjötugt. Hefur verið
það lengur en þetta árið, þótt þess hafi ekki verið getið fyrr í skýrslu.
Djúpavogs. Deyfilyfjaneytandi 1 kona í Breiðdal. Hefur hún vegna
sjúkdóms, rheumatismus chronicus, orðið að nota guttae rosae og
ópíum um nokkurt skeið.
Vestmannaeyja. Deyfilyfjaneytendur sömu og áður.
VII. Ymis heilbrigðismál.
1. Heilbrigðislöggjöf 1945.
Á árinu voru sett þessi lög, er til heilbrigðislöggjafar geta talizt:
1. Lög nr. 9 24. janúar, um stofnun prófessorsembættis í heilbrigðis-
fræði í læknadeild Háskóla íslands.
2. Lög nr. 16 24. janúar, um manneldisráð.
3. Lög nr. 17 24. janúar, um breyting á lögum nr. 8 24. marz 1944,
um breyting á lögum nr. 44 23. júní 1932, um skipun læknishér-
aða, verksvið landlæknis og störf héraðslækna, og lögum um
breyting á þeim lögum, nr. 58 7. maí 1940, og nr. 52 30. júní 1942.
4. Lög nr. 27 12. febrúar um eyðing á rottum.
5. Lög nr. 33 12. febrúar, um breyting á lögum nr. 30 19. júní 1933,
um sjúkrahús o. fl.
*
Þessar reglugerðir og samþykktir voru geínar út af ríkisstjórninni
(.birtar í Stjórnartíðindum):
1. Beglugerð nr. 12 24. janúar, fyrir vinnuheimili Sambands ís-
lenzkra berklasjúklinga að Beykjum í Mosfellssveit.
2. Auglýsing nr. 15 31. janúar, um nýja lyfsöluskrá I.
3. Viðauki nr. 71 16. marz, við heilbrigðissamþykkt fyrir Siglu-
fjarðarkaupstað, nr. 83 24. sept. 1929.
4. Áuglýsing nr. 100 29. mai, um breyting á samþykkt um lokunar-
tíma sölubúða í Akureyrarkaupstað, nr. 73 15. júlí 1937.
5. Samþykkt nr. 117 25. júni, um lokunartíma sölubúða i Þingeyr-
arkauptúni í Þingeyrarhreppi.