Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Side 112
110
3. T a k m ö r k u ð 1 æ k n i n g a 1 e y l'i :
Tannlækningar:
Geir Reynir Tómasson (18. júlí).
Skúli Hansen (23. júlí).
Rafn Jónsson (13. september).
Gunnar Skaptason (24. september).
Viðar Pétursson (16. október).
Stefán Pálsson (22. desember).
Hallur Hallsson (31. desember).
Læknar láta þessa getið:
Akranes. Oddur Ólafsson læknir starfaði hér 8 mánuði ársins, jan.—
ágúst. Viðar Pétursson læknir, nú tannlæknir í Reykjavík, starfaði hér
septembermánuð. Kolbeinn Kristófersson cand. med. starfaði hér frá
1. október sem aðstoðarlæknir héraðslæknis.
Borgarnes. Ein ljósinóðir gegnir nú öllum þeim hluta Mýrasýslu,
er tilheyrir Borgarneshéraði, en það eru 3 ljósmóðurumdæmi, og hef-
ur hún full laun fyrir hvert um sig, með öðrum orðum þreföld Ijós-
móðurlaun, og auk þess sérstaka launabót frá Borgarneshreppi, kr.
3000,00. Þrátt fyrir þessi kjör liefur hún við orð að hætta vegna óvið-
unandi kjara.
Ólafsvíknr. í Neshreppi engin ljósinóðir. Læknir tók þar á móti
börnum við 4 fæðingar.
Búðardals. Brynjólfur Dagsson héraðslæknir fékk veitingu fyrir
Hvammstangalæknishéraði frá 1. janúar 1945. Fluttist hann þangað
fyrstu dagana i janúarmánuði, og var héraðið því læknislaust janúar-
mánuð. í byrjun febrúar kom Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi
héraðslæknir Reykhólahéraðs, og gegndi hann héraðinu þar til i byrjun
september. Var héraðið þá aftur læknislaust, þangað til ég kom í hér-
aðið, 9. nóvember.
Patreksfj. Elías Eyvindsson cand. med. var staðgengill minn uin
mánaðartíma, meðan ég var í sumarorlofi. Ljósmóðirin hér á Patreks-
firði fluttist til Reykjavíkur. Önnur ný tók við störfum 1. október.
Flategrar. Heilbrigðisstarfsmenn sömu og síðast liðið ár, og hefur
hundahreinsari enn enginn fengizt, þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni.
Isajj. Af heilbrigðisstarfsinönnum eru starfandi læknar þeir sömu
sem áður. Elías Eyvindsson var hér staðgengill í sumarorlofum um
tveggja mánaða skeíð. Tannlæknir starfaði eins og áður, en nudd-
kona fluttist burt á árinu. Kristján Sveinsson augnlæknir tók hér á
móti sjúklingum í 10 daga um sumarið. Eyþór Gunnarsson háls-,
nef- og eyrnalæknir tók hér á móti sjúklingum í % mánuð um vorið
og gerði um 30 aðgerðir, mest tonsillectomiae, í sjúkrahúsinu.
Ögur. Héraðið allt árið læknislaust, en héraðslæknirinn á fsafirði
gegndi því ásamt sínu héraði. Engin ljósmóðir er nú í Nauteyrar-
hreppi, en Ijósmóðirin í Snæfjallahreppi gegnir því umdæmi ásaint
sínu.
Hestegrar. Héraðið læknislaust allt árið. Héraðslæknii’inn á ísa-
firði gegndi þvi ásamt sínu héraði. Fjölmennari hreppurinn, þ. e.