Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Qupperneq 114
112
að gegna ljósmóðurstarfinu, og læt ég því allar konur ala börn sin
1 sjúkrahúsinu, og er það út af fyrir sig gott, ef rúm og vinnukraftur
væri ekki af skornum skammti.
Keflavikur. í ársbyrjun 1945 kom nýr læknir í héraðið, Björn Sig-
urðsson, áður héraðslæknir á Hvammstanga. Var það mikill léttir
fyrir héraðslækni, sem var ofhlaðinn störfum.
3. Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir.
A. Sjúkrahús. Töflur XVII- -XIX.
Sjúkrahús og sjúkraskýli teljast á þessu ári samkvæmt töflu XVII
47 alls og er óbreytt tala frá síðast liðnu ári.
Rúmafjöldi allra sjúkrahúsanna telst 1177, og koma þá 9,0 rúm á
hverja 1000 íbúa. Almennu sjúkrahúsin teljast 41 með samtals 706
rúmum, eða 5,4%0, og er talið einu rúmi fleira en árið fyrir. Rúma-
tala heilsuhælanna er óbreytt 257, eða 2,0%c.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Ástandið í sjúkrahúsmálum bæjarins fór sízt batnandi á
árinu, enda þess naumast að vænta, þar sem engin sjúkrariím bættust
við, en fólkinu fjölgar stöðugt í bænum, og aðsóknin að sjúkrahúsum
bæjarins frá fólki utan af landsbyggðinni eykst með ári hverju.
Akranes. í apríl var ákveðinn staður fyrir sjúkrahús og mældur.
Var byrjað á smíð þess í júní. Um áramót var búið að steypa veggi
hússins og efsta gólf þess.
Búðardals. Sjúkraskýlið og læknisbústaðurinn voru í mjög slæmu
ástandi. Skýlið hefur verið leigt út síðast liðin ár, og hafa biíið þar
fjölskyldumenn. I haust bjuggu þar hjón með tveimur börnum og ein
g'ömul kona. Strax eftir að ég kom í héraðið, var byrjað að endurbæta
skýlið, skurðarstofan var dúklögð og máluð, hringingaráhöldin, sem
öll voru slitin, voru lögð að nýju. Baðið, sem var ónothæft, var endur-
bætt. Miklum óþægindum veldur hinn mikli vatnsskortur, sem skýlið
og læknisbústaðurinn verða við að búa. Er húsið stundum hálfa dag-
ana vatnslaust. Stendur nú til, að nýjar og víðari pípur verði lagðar
um kauptúnið til að bæta úr þessum mikla vatnsskorti, sem húsin,
er hæst liggja, verða við að búa.
Patreksfj. Sjúkrahúsið var rekið með minnsta móti. Hjúlcrunar-
kona fékkst engin fyrr en undir áramótin, en þá fékkst lærð hjúkr-
unarkona, hve lengi sem okkur helzt á henni. Fram að því varð ég
* að notast við ólærða og óvana stúlku. Ekki var hægt að loka vegna
króniskra sjúklinga, sem hvergi er hægt að koma fyrir, og svo er
engin leið að komast hjá að taka meidda og aðra snögglega veika
skipasjúklinga, sem komið er með hingað. Um aðgerðir gat ekki verið
að ræða. Vonandi gengur eitthvað skár með fólkshaldið, þegar nýja
sjúkrahúsið tekur til starfa, en það verður að öllu forfallalausu á
næsta ári. Annars lítur ekki vel út með reksturinn.
Flateijrar. Byggingu sjúkraskýlisins og læknisbústaðarins var að
mestu lokið um síðast liðin áramót og þá tekið til notkunar, enda
þótt margt væri ófengið af innanhúsmunum.