Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 115
113
Isafi. Aðsókn að sjúkrahúsinu í meira lagi. Nokkru veldur hér um
til aukningar dvöl hálslæknis um sumarið. Sjúkrahúsið starfrækt
með svipuðu móti og' áður, þrátt fyrir stóraukinn rekstrarkostnað,
en eigi að sama skapi hækkuð daggjöld. Hagurinn er því bágur.
Rekstrarhalli: 144873,09 kr.
Hólmavíkur. Aðsókn að sjúkrahúsinu svipuð og undanfarið, og
rekið með sama hætti sem áður.
Hvammstanga. Sjúkrahúsið rekið með sama hætti sem áður. Að-
sókn öllu meiri en árið áður.
Blönduós. Aðsókn að sjúkrahúsinu var í hærra meðallagi. Það er
þó aðgætandi, að aðsókn mundi vera allmikJu meiri, ef starfskraftar
sjúkrahússins væru fullnægjandi. Þar hefur árum saman aðeins verið
1 hjúkrunarkona, en oft erfiðir sjúklingar, sem mikið þarf að hafa
fyrir. Vökukona er og í viðlögum, en hún getur t. d. ekki gefið inn-
dælingar, þótt með þurfi. Þegar sjúklingar þnrfa að fá pensilín, verða
hjúkrunarkonan og ég' að slcipta því á okkur að fara niður 3 sinnum
á nóttu. Mikil aðsókn er af hendi sængurkvenna að komast á sjúkra-
húsið, en það er ekki hægt að veita nema undir alveg sérstökum
kringumstæðum, þótt ein stofan sé að staðaldri látin standa auð.
Sama er að segja um farlama gamalmenni og elliær, sem eru hinn
mesti húskross á heimilum sínum. Brjálað fólk er ekki hæg't að taka,
hvað sem við liggur. í slíku héraði sem þessu er það liin mesta nauð-
syn að hafa sjúkrahús, sem getur ekki aðeins tekið á móti almennum
sjúklingum, heldur og elliærum og karlægum gamalmennum, brjál-
uðu fólki, sem þarf einangrun, og sængurkonum. Um rekstur sjúkra-
hússins hér er það að segja, að nú tókst að fá aftur matráðskonu,
sem annast matreiðsluna fyrir reikning sjúkrahússins, en áður hafði
um langt áraskeið verið keypt fæði g'egn ákveðnu dagg'jaldi. Rafstöðin
hér við Laxárvatn er fyrir nokkru orðin of lítil, svo að hún hefur
ekki getað látið rafmagn með fullri spennu nema með höppum og'
glöppum. Hefur oft ekki verið hægt að nota röntgentækin, og' er það
nijög bagalegt. Úr þessu rætist vonandi bráðlega, ef nýtt, stórt orku-
ver verður reist hér í nágrenninu, eins og nú er efst á baugi.
Sauðárkróks. Engar breytingar gerðar á sjúkrahúsinu né rekstri
þess. Sýslunefndin lagði fram kr. 30000,00 sem framlag til væntan-
legrar sjúkrahúsbyggingar. Fjöldi manns naut ljóslækninga á árinu
eins og' undanfarið. Lampinn í röntgentækinu er bilaður, og lítið útlit
fyrir, að bráðlega takist að fá nýjan lampa. Er það lítt viðunandi,
enda hreyfing komin í þá átt, að fá ný tæki.
Ólafsfi. Sjúkraskýlið ekki rekið á árinu. Engin hjúkrunarkona hef-
ur fengizt. Skömmu eftir áramót komu röntgentæki þau, er pöntuð
höí'ðu verið í héraðið, en ekki voru þau sett upp fyrr en seinna hluta
ársins. Leggja varð sérstaka línu frá spennistöð rafstöðvarinnar,
vegna þess að álag er orðið það mikið á rafstöðinni, að spennan er
mikið lækkuð þá tíma, sem rafmagnsnotkun er mest. Tækin voru sett
upp í aðra sjúkrastofuna, henni skipt í tvennt, svo að hægt er að
hafa þar ljósböð líka. í hinni sjúkrastofunni og hjúkrunarkonuher-
bergi eru nvi sem stendur skrifstofur bæjarins.
Akureyrar. I sjvikrahiisi Akureyrar alltaf fleiri sjúklingar en raun-
15