Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Qupperneq 116
i
114
verulega er rúm fyrir. Allir þeir berklasjúklingar á landinu, er gera
þarf rifjahögg á (thoracoplastík), koma inn á sjúkrahús Akureyrar,
þar sem það er eini staðurinn á landinu, þar sem þessi aðgerð er
framkvæmd. Á árinu var reist rétt vestan við sjúkrahús Akureyrar
geðveikrahæli, sem ætlazt er til, að hafi rúm fyrir 11—12 geðveiki- k
sjúklinga, og er þar bætt úr mjög brýnni þörf, þótt byggingin hefði
mátt vera að minnsta kosti helmingi stærri, ef pláss hefði átt að vera
fyrir alla þá geðveikisjúklinga í læknishéraðinu, sem á hælisvist þurfa
að halda.
Grenivikur. Enginn sjúklingur lá í sjúkraherbergjunum þetta ár,
enda engin hjúkrun fáanleg hér.
Húsavíkur. Sjúkrahúsið rekið sem áður. Engar breytingar gerðar
á því. Ekki eru röntgentækin komin til nota enn, og veldur þar um
mestu, að hér er ekki riðstraumur.
Þórshafnar. Sjúkraskýlið var rekið með sama fyrirkomulagi og áð-
ur. 1 sjúklingur með smitandi berklaveiki dvaldist þar allt árið, og
er það mjög bagalegt, þar sem svo fá sjúkrarúm eru. Björn Jósefsson
frá Húsavík og Jón Gunnlaugsson frá Kópaskeri komu til Þórshafnar
i október, og var gerð laparatomia á þriggja ára dreng (ileus).
Vopnafj. Sjúkraskýlið endurbætt. Við útenda gamla hússins var
steypt viðbót með kjallara undir fyrir miðstöð og kolageymslu. í við-
bótarbyggingunni er inngangur, hreinlætisklefi, einangrunarklefi og
skiptistofa. Miðstöð var sett i húsið, vatnsleiðsla, vatnssalerni og 3
liandlaugar. Ekki fékkst þó frá þessu gengið að fullu. Allt hálfgert ’
og því ekki nothæft enn þá sem komið er, nema þá að litlu leyti.
Egilsstaða. í byggingu á Egilsstöðum læknabústaður íneð íbúðum
fyrir 2 lækna og nokkrum sjúkrastofum.
Seyðisfj. Engin breyting orðið á rekstri sjúkrahússins, en rekstur-
inn verður dýrari með ári hverju. Veldur þar mestu um hið síhækk-
andi kaupgjald. Daggjöld óbreytt 2 síðustu árin, nema hvað spítala-
vísitöln nemur. Ljóslækningar með minnsta móti við hafðar vegna
hins sólríka sumars. 15 sjúklingar röntgenmyndaðir. Elliheimilið
starfar á sama hátt sem áður. Um 6 vistmenn. Gamla fólkið skilur
enn þá ekki tilgang elliheimilisins. Finnst því vera kveðinn upp yfir
sér dauðadómur, ef því er ráðlögð vist þar, en að vísu heitir heimilið
„Höfn“.
Nes. Sjúkrahús ekkert til. Þó eru menn farnir að roðna við og við
yfir framtaksleysinu. Að haustinu voru menn kvaddir til fundar til
undirbúnings sjúkrahúsbyggingar. Hafði mönnum litizt svo vel á
frétt um milljónasjúkrahús, sem koma ætli á Patreksfirði. Var sam-
stundis samþykkt annað af líkri gerð, en einkum líkum kostnaði.
Nefnd var kosin til fjársöfnunar og annars undirbúnings. Einhver
einn hinna samankomnu borgara hafði orð á því, að þetta væri mikil
fjárhæð og við ekki rikir — né bærinn. Reis þá upp einn af feðrum
bæjarins og mælti: „Svona eiga menn ekki að hugsa“ — og síðan
hugsa menn ekki svo. En mikið vantar enn á milljónina.
Djúpavogs. Sjúkraherbergið ekki notað á árinu.
Hafnar. Sjúkraskýli er lítt starfrækt, þar eð húsakostur er óhæfur.
Rými nóg, en um kjallaraherbergi að ræða með fúnum gólfum.