Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Qupperneq 121
119
Sjúkrasamlag Hrunamannahrepps ....... 206
— Biskupstungnahrepps .................. 250
— Grímsneshrepps ....................... 195
— Laugardalshrepps ..................... 100
— Keflavíkur ........................... 933
— Gerðahrepps .......................... 220
— Miðneshrepps ......................... 350
— Grindavíkurhrepps .................... 265
Meðlimir samtals 67077
Meðlimatala hinna lögskráðu sjúkrasamlaga hefur þannig numið
52,0% (1944: 42,8%) allra landsmanna, auk barna innan 16 ára ald-
urs, sem tryggð eru með foreldrum sínum. Ef gert er ráð fyrir, að
barna- og unglingafjöldinn nemi allt að hálfri tölu hinna fullorðnu,
sem láta mun nærri, taka tryggingarnar orðið til rúmlega 77 % allra
landsmanna.
Heilsuverndarsöðvar.
1. Heilsuverndarstöð Reijkjavíkur.
Berklavarnir.
Árið 1945 voru framkvæmdar 12344 læknisskoðanir (14886 árið
1944) á 6313 sjúklingum (8009). Tala skyggninga var 11683 (12726).
Annazt var um röntgenmyndatöku 656 sinnum (662). Auk þess voru
framkvæmdar 2967 loftbrjóstaðgerðir (2889). 115 (104) sjúklingum
var útveguð sjúkrahúss- eða heilsuhælisvist. Berklapróf var fram-
kvæmt á 1233 (1331), einkum börnum og unglingum. Enn fremur
var annazt um 1095 (1056) hrákarannsóknir. Auk fjölda ræktana iir
hrákum var 68 (23) sinnum ræktað úr magaskolvatni. Séð urn sótt-
hreinsun á heimilum allra smitandi berklasjúklinga, er til stöðvar-
innar leituðu á árinu. Skipta má þeim, er rannsakaðir voru, í 3
flokka: 1) Vísað til stöðvarinnar og rannsakaðir þar í fgrsta sinn:
Alls 1966 manns (2841), karlar 647 (904), konur 770 (1124), börn
(yngri en 15 ára) 549 (813). Meðal þeirra reyndust 85, eða 4,3%
(118, eða 4,2%) beð virka berklaveiki. 29 þeirra, eða 1,5% (30, eða
1%) með smit eða holur í lungum. 2) Þeir, sem voru undir eftir-
liti stöðvarinnar og henni því áður kunnir að meira eða minna legti
frá fgrri tíð: Alls 2522 (3121) manns, karlar 776 (945), konur 1215
(1504), börn 531 (672). Meðal þeirra fannst virk berklaveiki í 153,
eða 6,1% (139, eða 4,5%). 54 sjúklingar, eða 2,1%, höfðu smitandi
berklaveiki í lungum (35, eða 1,1%). 3) Þeir, sem stefnt hafði verið
til stöðvarinnar sökum hópskoðana í ýmsum stéttum: Alls 1825
(1947), þar af voru 426 manns skoðaðir í venjulegri hópskoðun og
1329 í sambandi við allsherjarberklaskoðunina í Revkjavík. Sökuin
allsherjarberklaskoðunarinnar í Reykjavík var ekki unnt að fram-
kvæma hópskoðanir með líku móti og áður, nema að Iitlu leyti, eða
alls 426 skoðanir. Það fólk, sem skoðað var, var einkum kennarar og
annað starfsfólk skóla. 331 höfðu áður verið í svipaðri skoðun, og
reyndist enginn þeirra vera með virka berkla. 165 höfðu ekki verið