Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Qupperneq 125
123
Blönduós. Sjúkrasamlög eru nú starfandi í 4 hreppum sýslunnar,
eins og getið var um í síðustu ársskýrslu, og eru engin ný í uppsigl-
ingu, enn sem komið er. Mér virðist almenningur í þessum 4 hrepp-
um vera vel ánægður með sjúkrasamlagsfyrirkomulagið, en iðgjöld
hafa víðast verið sett of lág, eða 3 krónur á mánuði.
Sauðárkróks. Sjúkrasamlag Sauðárkróks starfaði svipað og áður,
og er hagur þess góður. Á árinu tóku til starfa sjúkrasamlög í 4
lireppum öðrum (Akra-, Lýtingsstaða-, Seylu- og Rípurhreppum),
og mun samlag þegar vera samþykkt í hinum fimmta.
Hofsós. Sjúkrasamlög voru stofnuð í 2 hreppum á árinu, Holts- og
Haganeshreppum.
Ölafsfj. Hinn 1. janúar 1945 tók sjúkrasamlagið til starfa, þannig,
að frá þeim tíma nutu meðlimir réttinda. Virðist hagur samlagsins
slanda með blóma, svo að ekki hefur þurft að hækka iðgjaldið, sem
er kr. 7,00 á mánuði. Nokkrir tryggingarskyldir menn hafa ekkert
greitt enn þá, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af stjórnarinnar hálfu.
Dalvíkur. 2 ný sjúkrasamlög tóku til starfa á árinu (í Árskógs-
og Hríseyjarhreppum) og eru þvi 3 talsins nú. Iðgjöld í Dalvíkurdeild
sjúkrasamlags Svarfaðardalshrepps 7 krónur, annars staðar 5 krón-
ur, á mánuði.
Grenivíkur. Sjúkrasamlög tóku hér til starfa 1. júlí. Voru stofnuð
1. janúar 1945 með litlum meirahluta, og virtust margir hafa horn
í síðu þeirra til að byrja með, en þetta hefur þegar breytzt, þótt ekki
hafi þau starfað lengi, og' hafa menn áttað sig á, hvílíkt þjóðþrifamál
hér er um að ræða. Iðgjald var ákveðið kr. 5,00 á mánuði, borgað
hálfsárslega, fyrir sjúkrasamlag Grýtubakkahrepps. Var afkoma þess
sæmileg um áramótin, svo að iðgjald var ekki hækkað, þótt það sé
liið lægsta, sem komizt verður af með. Sjúkrasmalagið borgar, auk
hins lögskipaða, hálfa læknishjálp hjá sérfræðingum, algengustu
sóttvarnarlyf og umbúðir að %, hálfa hjúkrun í heimahúsum, ef koin-
ast má hjá sjúkrahúsvist með henni, kr. 75,00 styrk á ári fyrir nudd-
lækningar (á meðlim) og hálft tímakaup læknis í ferðalögum.
Húsavíkur. Sængurkvennafélag hefur starfað hér til hjálpar fá-
tækum konum, en nú eru allar konur orðnar svo ríkar, að þess gerist
ekki þörf að gefa þeim föt á nýfædd börn þeirra eða þeim sjálfum
mat í sængurlegunni. Sjúkrasamlag tók hér til starfa 1. apríl, bæði
á Húsavík og' í Reylcjahreppi. Hér í þorpinu er starfandi sjóður
Karlottu Pálsdóttur, sem veitir styrki einum eða fleiri sjiiklingum,
er hafa orðið einna harðast úti og eru efnalitlir. Enn fremur Ekkna-
sjóður Húsavíkur, sem veitir fátækum ekkjum nokkurn styrk. Kven-
félag Húsavíkur hjálpar og fátæklingum á ýmsan hátt.
Þórshafnar. Hið nýstofnaða sjúkrasamlag tók til starfa 1. júlí.
Ekki bar á aukinni aðsókn sjúklinga, en sú hefur orðið raunin víða
annars staðar. Ársfjórðungsgjald var ákveðið 12 krónur.
Vopnafj. Sjúkrasamlag stofnað á árinu.
Egilsstaða. Sjúkrasamlög starfandi í 4 hreppum í héraðinu á ár-
inu, en ekkert hjúkrunarfélag.
Seyðisfj. Sjúkrahjúkrun er ekki um að ræða nema í sjúkrahúsinu,
enda flestir eða allir sjúklingar innlagðir þar, þegar veikindi ber að