Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Page 129
127
mikið afskiptalausan vegna þess, að ég taldi hann í góðum höndum,
var raunverulega niður faliinn. í þessa skýrslu tel ég ekki rétt að
bianda þeim styr, sem þá um sumarið komst af stað um mjólkur-
málið. Það yrði allt of langt inál, ef segja ætti greinilega frá öllum
þáttum hans hlutdrægnislaust, enda var sá styr að mínu áliti allt of
áróðursblandinn, eins og því miður oftast vill verða, þegar rninnzt
er á mjólkurmál Reykjavíkur. Er þá jafnan hallað á Mjólkursam-
söluna, en hins aldrei gætt eða getið, hve stórkostlegan þátt Mjólkur-
stöðin í Reykjavík hefur átt í heiisuvernd bæjarbúa, þó að mjólkin
hafi ekki alltaf verið óaðfinnanleg. Að minnsta kosti er svo mikið
víst, að í samanburði við mikið af þeirri mjólk, sem hér í bæ er
selt ógerilsneytt, er gerilsneydda mjólkin hreinasta dýrmæti að holl-
ustu. Sami gerlafræðingur var síðan skipaður til þess frá 3. nóvem-
ber að telja að hafa mjólkureftirlitið með höndum í samráði við
héraðslækni, og fer hér á eítir skýrsla hans frá skipunardegi til
ársloka: „Tekin voru til rannsóknar 228 sýnishorn. Þar af voru: 32
sýnishorn ógerilsncydd mjólk við móttöku í Mjólkurstöðinni (27
tekin í nóvember). 155 sýnishorn gerilsneydd mjólk í Mjólkurstöð-
inni. 21 sýnishorn gerilsneydd mjólk í mjólkurhúðum. 20 sýnishorn
rjómi á lager Mjólkursamsölunnar. Niðustöður rannsóknarinnar
voru þessar: 1. Ógerilsnegdd mjólk við móttöku í Mjólkurstöðinni:
Af 14 sýnishornum af mjólk frá Mjólkurbúi Flóamanna voru 6 í III.
flokki, 5 í II. flokki og 3 í I. flokki. Gerlafjöldi í 8 sýnishornum
100000—7000000 í sm3. Af sömu sýnishornum voru colí-jákvæð: 7 i
1/10, 6 í 1/100 og 3 í 1/1000 sm3. Af 5 sýnishornum af mjólk frá
Mjólkursamlagi Rorgfirðinga voru 2 í III. flokki og 3 í I. flokki.
Gerlafjöldi í 3 sýnishornum (öll í I. fl.): 30000—45000 í sm3. Sömu
3 sýnishorn voru cólí-neikvæð í 1/10 sm3. Af 11 sýnishornum í
móttökukeri voru 4 í III. flokki, 5 í II. flokki og' 2 í I. flokki. Gerla-
fjöldi í 9 sýnishornum: 50000—5500000 í sin3. Af sömu sýnishornum
voru cólí-jákvæð: 8 í 1/10, 7 í 1/100 og 4 í 1/1000 sm3. Skýrsla frá
Mjólkurstöðinni um innvegið mjólkurmagn og' flokkun mjólkurinnar
í nóvember hefur eftirlitinu borizt, en skýrsla fyrir desember liggur
ekki enn þá fyrir. Mjólk úr nærsveitum Reykjavíkur var í nóvember
16% af allri innveginni mjólk, 73,5% var frá Mjólkurbúi Flóamanna
og 10,5% frá Mjólkursamlagi Borgfirðinga. Af nærsveitamjólkinni
(16%) voru 81% í I. flokki, 16% í II. flokki, 2,5% í III. flokki og
0,5% í IV. flokki. Mjólkurstöðin greindi ekki neina flokkun á mjólk-
inni frá M. F. og M. B. í nóvember, en hefur lofað að gera það fyrir
desember. 2. Gerilsneydd mjólk í Mjólkurstöðinni: Af 155 sýnishorn-
um reyndust 2 vera jákvæð við fosfataseprófun, þ. e. ekki nægilega
hituð. Gerlarannsókn var gerð á 33 sýnishornum. Gerlafjöldinn var
1500—35000, meðaltal 6900 í sm3, 31 sýnishorn voru cólí-neikvæð í
1/10 sm3 og voru metin óaðfinnanleg, en 2 voru cólí-jákvæð í 1/10
sm3 — höfðu spillzt eftir gerilsneyðingu. Af mjólkinni úr öðru geril-
sneyðingartækinu (gamalt tæki frá Korpúlfsstöðum) er alltaf flón-
ingarbragð, vegna þess hve mjólkin er mikið hituð, en það er óum-
flýjanlegt vegna galla á tækinu. Ákveðin var feiti í 9 sýnishornum af
mjólk, og reyndist hún vera 3,30—3,80%. 3. Gerilsneydd mjólk í