Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 132
130
verið hafin smíð 36 íbúðarhúsa með samtals 50 ibúðum, en að vísu
ekki nema sum þeirra fullgerð. Þau skiptast þannig: Steinhús, ein
hæð, ein íbúð, 11, timburhús sams konar 1, steinhús, ein hæð, sam-
byggð, 2 íbúðir hvert, alls 7. Eru það verkamannabústaðir svo nefndir.
Steinhús, kjallari og ein hæð og tveggja hæða, 2—11 herbergja íbúðir,
alls 17 hús með 24 íbúðum. Að sjálfsögðu hefur þetta bætt verulega
lir húsnæðiseklunni.
Kleppjárnsreykja. Húsakynni taka litlum breytingum og eru æði
misjöfn. Húsgögn víðast hvar mjög lítilfjörleg. Þrifnaður náttúrlega
upp og ofan. Lúsaheimilum fækkar. Kaup á vindrafstöðvum til Ijósa
eru næstum því hið eina, sem bændur hafa færzt í fang í góðærinu
til að gera heimilin vistlegri.
Borgarnes. Byggð voru 2 íbúðarhús í Borgarnesi og eitt stækkað
verulega. Skólpræsi í kauptúninu lengjast með hverju ári.
Ólafsvíkur. Lítið eða ekkert byg'g't hér í þorpinu, en lokið var við
þau hús, sem ófullgerð »voru frá fyrra ári.
Reykhóla. 2 hús reist á árinu, bæði í Gufudalssveit, annað steinhús,
ekki stórt, en vandað og' gott. Byggði hóndinn það einn með aðstoð
17 ára sonar síns og hafði þó aldrei komið nærri slíkri bvggingu.
Fékk hann frá húsameistara sem greinilegastar upplýsingar skrif-
lega um allar aðferðir og tilhögun við smíð hússins. Var það allur
hans lærdómur í húsasmíð, en tókst þó allt með prýði. Hitt húsið er
úr timbri og einnig sæmilegt hús. í steinhúsinu er vatnssalerni, en
ekki bað. Þrifnaði er sem fyrr ábóta vant, en miðar þó í rétta átt.
Flateyrar. Húsakynni fara batnandi árlega vegna endurbóta á gömlu
húsunum, og alltaf er eitthvað byggt af nýjum húsum. 2 ný hús eru
nú í smíðum í Súgandafirði og nokkur hús stækkuð og endurbætt.
Á Flateyri er 1 hús í smíðum og 2 viðbyggingar. Þrifnaður er góður
á Flateyri og sæmilegur víðast annars staðar í héraðinu, nema á stöku
stað í sveitinni og á Mölunum í Súgandafirði. Þar er ástandið öm-
urlegt, en óhjákvæmilegt í svo þröngum og lélegum vistarverum.
Bolungarvikur. Þrifnaði fer fram, þótt eitthvað sé hér af heimilum,
sem er ábóta vant í þeijn efnum. Það, sem mér finnst einna helzt að
í þessum efnum, er það, hve illa gengur að útrýma óþrifum úr hári
skólabarna. Kvartar þrifnaðarfóllc undan þessu vegna barna sinna,
sem vonlegt er. Þyrfti að hefja öflugri herferð geg'n þessum ófögnuði
en gert hefur verið. Ætti aðstaðan til þess að batna í framtíðinni,
með því að nú eru til hentug' og gagnvirk lyf. En ekki er nóg að
annast skólabörnin í þessu efni. Eftirlit þyrfti að hafa með þeim
heimilum, er senda lúsug börn í skóla. En ég býst við, að þetta yrði
nokkuð vanþakklátt verk, og varla yrði komizt hjá nokkrum auka-
kostnaði, ef gagn ætti að verða af. Þó finnst mér þetta fara heldur
batnandi. 1 hús lir timbri hefur verið byggt á árinu. Áhugi er að vakna
fyrir betri húsakynnum en verið hefur, enda er þess full þörf.
tsafj. Hiisakynni hafa stórum batnað á stríðsárunum. Þetta byggt:
1937—39 5 nýjar íbúðir og 10 stækkaðar og endurbættar. 194Ö—42
9 nýjar ibiiðir og 14 stækkaðar og endurbættar. 1943—45 55 nýjar
íbúðir og 6 stækkaðar og endixrbættar. Það er athyglisvert, að á þess-
um síðustu 3 árurn, sem byggðar eru 55 nýjar íbúðir, fjölgar fólkinxj