Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 134
Dalvíkur. Fátt var um nýbyggingar á árinu. Stórt bílaviðgerðar-
verkstæði er í smíðum á Dalvík, en verður ekki lokið fyrr en á næsta
ári.*Þrifnaður svipaður og áður. Holræsi lítils háttar bætt á Dalvík.
Akureyrar. Ekki er enn þá hafizt handa um byggingu elliheimilis
fyrir Akureyrarbæ, þó að á því sé mikil þörf, en mikil bót er þó að því
að hafa elliheimilið í Skjaldarvík. í nokkur undanfarin ár hefur staðið
til, að byggð yrðu hér almenningssalerni, sem brýn þörf hefur verið á,
að hér kæmust upp, einkum yfir sumartímann, þegar ferðamanna-
straumurinn er sem mestur. Heilbrigðisnefnd og héraðslæknir hafa
sent bæjarstjórn áskorun um að hefjast handa urn byggingu þessa á
hverju ári síðast liðin 5 ár, en enn hefur ekki orðið lir framkvæmd-
um, og hefur bæjarstjórnin aðallega borið því við, að ekki næðist sam-
komulag um stað fyrir þessa byggingu, milli bæjarstjórnar og skipu-
lagsnefndar ríkisins. Vonandi tekur það ekki allt of mörg ár fyrir
þess tvo aðila að koma auga á hinn rétta stað. Þrátt fyrir það, að byggð
hafa verið á árinu 21 íbúðarhús með 33 íbúðum, eru húsnæðisvand-
ræði hér alltaf mikil, og enn þá verður fólk að búa i heilsuspillandi
íbúðum vegna þess, að ekki er kostur annars húsnæðis.
Grenivíkur. Byggt hefur verið 1 hús hér á Grenivík og byggt við
önnur. Byrjað var á byggingu íbúðarhúss á einu býli. Allar eru þessar
hyggingar úr steinsteypu. Byggð hafa einnig verið 2 myndarleg fjós
úr steinsteypu og' 2 stækkuð. Eitthvað hefur bætzt við af vatnssalern-
um, en þó mun enn ábóta vant í þvi efni. Þrifnaður er í sæmilegu
lagi.
Húsavíkur. Nokkuð verið byggt á árinu, bæði hér í þorpinu og eins
til sveita. Hér í þorpinu er full þörf aukins húsakosts, því að mjög
þröngt er búið, og fjölgun fólksins gerir byggingar enn nauðsynlegri.
Allt, sem byggt er, er úr steini, og mun frágangur húsanna allsæmi-
legur og með ýmsum þægindum, sem eklti voru almennt í eldri hús-
um. Frárennsli er nú orðið frá flestum húsum og' víðast vatnssalerni.
Þrifnaður hér í þorpinu má heita i sæmilegu lagi, en þó eru kýr hér
til allmikilla óþrifa. 1 sveitum fer þrifnaður yfirleitt mjög batnandi,
svo að nú finnast ekki veruleg sóðaheimili, en rnörg fyrirmyndar
þrifaheimili.
Þórshafnar. Byggingar talsverðar á árinu. Byggð voru steinsteypt
íveruhús á 4 bæjum. Timburhús (múrhúðuð) á 2 bæjum. Steinsteypt
fjós og hlaða á einum bæ. Ekkert íveruhús var byggt í Þórshöfn. Þrifn-
aði er sem áður mjög ábóta vant. Þó er von til, að úr rætist, því að á
árinu var lögð vatnsleiðsla til Þórshafnar, og er i ráði, að skólpveita
fylgi mjög bráðlega. Bættur húsakostur stuðlar og að þrifnaði.
Vopnafí. Umbætur talsverðar á húsakynnum. 3 steinhús í sveitinni,
sem byrjað hafði verið á áður, voru nú að mestu fullgerð — Fell,
Ytri-Hlíð, Ljótsstaðir. I Skógum var byggt stórt og vandað steinhús,
sem var að mestu fullgert um áramótin. Á Síreksstöðum var steypt
hæð ofan á áður gerðan kjallara, sem notaður hafði verið sem íbúð.
Á Vindfelli var steyptur kjallari, og er hann notaður sem íbúð til næsta
árs, er byggja á ofan á hann. Haldið var áfram viðreisn Bustarfells-
bæjar á kostnað ríkisins. Reistar voru að nýju 3 skemmur. Er bærinn
þá allur endurbyggður nema baðstofan, sem nú er að falli komin. I