Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Síða 136
134
verið reist á árinu, allt góð hús með miðstöðvarhitun og öðrum
nauðsynlegustu þægindum. Þrifnaði víða ábóta vanl, þó ef til vill
betri en búast mætti við, sé tekið tillit til húsakynna og allra að-
stæðna. Salernum fjölgar þó lítið nema í nýju húsunum, og lúsin
heldur velli enn þá, þrátt fyrir dreifð áhlaup, sem á hana eru gerð
með alls konar nýtízku vígvélum.
Hafnar. Húsakynni meg'a teljast yfirleitt í betra meðallagi, eftir
því sem maður á að venjast í dreifbýli hér á landi. Hér á Höfn rís
upp hver steinkumbaldinn á fætur öðrum. Þrifnaður almennt all-
sómasamlegur, þótt nokkuð skorti á sums staðar.
Breiðabólsstaðar. Nokkur ný íbúðarhús byggð á árinu, enda all-
víða þörf á endurbyggingum. Nokkuð unnið að endurbótum, stækk-
unum og nýbyggingum á vatnsrafstöðvum á árinu. Einnig mælt fyrir
nýjum rafveitum, sem í ráði er að setja upp á næsta ári. Einn versti
gallinn við ibúðir manna víða hér er kuldinn. Upphitun húsa er mjög
ábóta vant, eða að heita má eng'in, og húskuldi óþolandi. Ræður þar
meira gamall vani, framtaks- og áhugaleysi, heldur en getuleysi.
Þrifnaður í húsakynnum er víðast hvar eins og ástæður leyfa.
Víkur. Húsakynni allgóð. Þrifnaður sæmilegur.
Vestmannaeyja. Húsnæðisekla víða tilfinnanleg og þrengsli víða.
Á árinu hafa verið í smíðum 22 íbúðarhús með samtals 25 íbúðum.
Þar af tekin í notkun 8 þeirra. 10 komin undir þak. Hafin hefur
verið bygging á 4 húsum og 10 íbúðarhús stækkuð. Samtals í siníð-
um á árinu 35 íbúðir, og er samanlögð stærð allra þessara bygginga
12109,77 m3. Iðnaðar- og verzlunarhús 11 í smíðum, stærð 13000 m3.
Ný rafstöð er í smíðum, stærð 4000 m3. Allar þessar byggingar eru
úr steinsteypu. Margir hiiseigendur hafa endurbætt húsakost sinn.
Þrifnaður líkur og verið hefur, en fer þó heldur batnandi. Verið er
að reisa nýtt rafstöðvarhús hér, og standa vonir til, að hin nýja raf-
stöð taki til starfa um næstu áramót. Gatna- og holræsagerð hefur
stórlcostlega fleyg't fram á árinu, og má heita, að holræsi séu komin
í hverja götu í bænum.
Eyrarbakka. Holræsagerð í báðum kauptúnum hefur þegar haft
mikinn þrifnað í för með sér.
Selfoss. Allmikið byggt í sveitunum, bæði yfir fólk og fénað. Hér í
þorpinu byggt ódæmin öll og ekkert lát á því. Aðstreymi fólks í plássið
er svo ört, að húsnæðisekla er tilfinnanleg, enda þótt byggt sé af
öllu því kappi, sem unnt er. Kaupfélagið hóf byggingu risavaxins
verzlunarhúss, sem forstjórinn telur þó þegar orðið of lítið, áður en
grunnhæðinni er lokið. Byggingar eru reistar hér samkvæmt stað-
festu skipulagi — með undanþágum. Sama er að segja um gatna-
skipun. Yfirleitt má segja, að húsin séu hin myndarlegustu, bæði
vönduð og snotur að sjá. Hitt finnst mér auðsær galli, að ekki er
neitt fyrir því séð, að þorpin breiði ekki um of úr sér. Nauðsynin
var sú að skipta hinu skipulagða svæði þegar í upphafi í spildur og
fullbyggja hverja um sig, áður en leyft var að byggja á öðrum. Með
þessu móti —- að hafa engar hömlur á tvístringi húsanna — er aug-
ljóst, að gatnakerfi og allar leiðslur verður margfalt dýrara en vera