Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Side 137
I
135
þyrfti, og viðhaldskostnaðurinn vex gjaldgetu nianna skjótt yfir höf-
uð, ef sá kostur er þá ekki tekinn að hafa allt þetta í vanhirðu, en
sá kosturinn hefur nú einmitt verið valinn, og eru göturnar órækasta
vitni þess.
Laugarás. Byggingar íbúðarhúsa hafa staðið í stað í sumum hrepp-
um undanfarin ár. 1 öðrum hreppum, t. d. Skeiðahreppi, hefur mikið
verið byggt af íbiiðarhúsum — allt steinhús. Skortur á vinnuafli og
efni hefur tafið fyrir byggingum þetta ár.
5. Fatnaður og matargerð.
Læknar láta þessa getið:
Kleppjárnsregkja. Fatnaður virðist hafa tekið breytingum til bóta
síðustu árin. Mataræði og' matreiðsla fábreytt sem fyrr.
Borgarnes. Fatnaður og matargerð óbreytt. Kartöflumygla gerði
usla í kartöflugörðum manna í Borgarnesi eftir votviðrasamt sumar.
Ólafsvíkur. Fatnaður líkur og víða annars staðar. Matur nokkuð
einhæfur. Vantar grænmeti. Mest um fiskneyzlu. Brauðgerð vantar
tilfinnanlega.
Flategrar. Fatnaður og matargerð er óbreytt frá því í fyrra, allt
að mestu innlent, nýtt og gott, en mjólkurneyzla er víða lítil og
grænmeti af skornum skammti, einkum á Suðureyri.
Bolungarvíkur. Þegar fólk hefur nóg handa á milli, lifir það góðu
lífi.
tsafj. Mataræði fólks fer stöðugt batnandi. Bæði veldur því bættur
efnahagur og aukinn skilningur á „protective foods“. Til uppbótar
á mjólkurskortinum fæst nú þurrmjólk, hin bezta fæða. Berjatínsla
er stunduð af kappi á hver ju hausti. Margir eiga nú orðið 50 flöskur
af hrárri krækiberjasaft til vetrarins, en það gefur hverjum meðlim
5 manna fjölskyldu 50 g af saft á dag yfir vetrarmánuðina, en það
ætti að tryggja fullnægingu C-vítamínsþarfarinnar. Neyzla garðá-
vaxta fer og vaxandi. Menn nota nú leðurstígvél meira en áður.
Ögur. Mataræði fer batnandi með rýmkun efnahagsins. Þó eru nú
fráfærurnar, á þessu ári, alveg úr sögunni, og missir þar bóndinn
góðan spón úr aski sínum. Á hinn bóginn eykst grænmetisneyzlan
árlega. Alitlegur berjaforði þykir nú og sjálfsagður á hverju hausti
á heimilunum í saft og mauk, en sykurskortur hamlar mjög þess-
um dýrmæta og holla heimilisiðnaði.
Hestegrar. Mataræði mjög háð tíðarfarinu og þvi sæmilegt í ár,
og bar ekki á manneldissjúkdómum.
Hólmavíkur. Fatnaður og matargerð tekur litlum breytingum.
Ullarnærföt og peysur mikið notaðar. Grænmetisneyzla virðist lítið
aukast.
Hvammstanga. Fatnaður fólks er hér svipaður og' annars staðar á
landinu. Nærfatnaður og' sokkaplögg úr ull, heimaunnin. Matur nóg-
ur og mjög sæmilegur, þó að yfirleitt sé lítið um nýmeti, aðallega
vegna vöntunar á góðri geymslu. Frystihús kaupfélagsins á Hvamms-