Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Síða 140
Ögur. Framleiðsla á mjólk hefur lítið sem ekkert aukizt þrátt
fyrir stöðugt vaxandi eftirspurn á markaðinum. Kjötframleiðsla
þykir borga sig betur.
Hólmavíkur. Mjólkursala hefur verið lítil, helzt á haustin, þegar
kýr eru margár geldar. Dálítið er flutt af mjólk frá næstu bæjum
til Hólmavíkur. Eru það myndarheimili.
Hvammstanga. Mjólkurneyzla er allmikil, enda næg mjólk víðast
hvar, en mjólkursala er engin nema lítils háttar á milli húsa á
Hvammstanga, og er þó helzt skortur á mjólk í þorpinu. Talsvert er
selt af smjöri frá ýmsum heimilum fyrir milligöngu kaupfélagsins
og annarra verzlana á Hvammstanga.
Sauðárkróks. Mjólkursamlagið starfaði eins og áður og' framleiddi
alls konar mjólkurafurðir til söiu. Mjólkursala úr sveitinni gengur
í gegnuin það, og er mjólkin gerilsneydd. Kúm fækkar heldur á
Sauðárkróki, en talsvert margir hafa þó kýr og eru jafnvel aflögu-
færir með mjólk. Fjósin eru óvíða svo hreinleg sem vera ætti, en það
mun þó heldur fara batnandi.
Ólafsfj. Sama lag á mjólkursölu sem verið hefur. Nú orðið seld
mjólk frá mjólkursamlagi Eyfirðinga mest allt árið, og fer salan
fram í búð félagsins. I nýrri byggingu, sem félagið hefur í smíðum,
er gert ráð fyrir sérstakri mjólkurbúð. Nokkur mjólkursala er til
kaupstaðarins frá næstu bæjum.
Akureyrar. Mjólkurframleiðsla mikil og mjólkin yfirleitt góð.
Langmestur hluti mjólkurinnar gengur gegnum mjólkursamlag
K. E. A., þótt enn þá séu nokkrir kúaeigendur hér í bænum, sem
neyta mjólkur úr eigin fjósum, en lítið mun selt af slíkri mjólk,
nema frá kúabúum Jakobs Karlssonar og Jóns Guðmanns, en frá báð-
um þessuin stöðum hefur mjólkin reynzt góð og hrein á undanförn-
um árum. Mjólkursamlagið hefur á árinu tekið á móti 4666785
lítrum mjólkur. Af því hafa verið seldir út aftur 1756657 1, þar af
til Siglufjarðar 304311 I. Af rjóma hafa verið seldir 87567 1 og
undanrennu og áfum 1908 1, af smjöri 38768 kg, af mjólkurosti
156360 kg, af mysuosti 19572 kg, af skyri 118661 kg. Nokkuð af
skyri, rjóma, smjöri og ostum hefur verið sent til Siglufjarðar og
fleiri staða á landinu. Af mjólkinni voru við móttöku 95,78% í
fyrsta og öðrum flokki (hreinlætisflokki), en 4,22% voru í þriðja
og fjórða flokki. Öll er mjólkin frá samlaginu stassaníseruð með því
að hita hana í lokuðu kerfi undir auknum þrýstingi upp í 72—75°
í %—1 klukkustund. Ég' hef annað slagið verið viðstaddur, þegar
fitu- og hreinlætismælingar hafa verið framkvæmdar í mjólkursam-
laginu, og gengið úr skuggu um, að þær eru rétt og' samvizkusam-
lega gerðar.
Grenivíkur. Mjólkurframleiðsla hefur aukizt mikið í héraðinu.
Héðan lir hreppnum voru seldir til Akureyrar 1944 103000 1 af mjólk,
en 1945 154000 1. Mjólkin er flutt til Akureyrar frá því síðast í apríl
og þar til í septemberlok. Menn hér á Grenivík eru sjálfum sér nógir
að mestu, hvað mjólk snertir og mjólkurafurðir.
Húsavíkur. Síðan fjárpestir fóru að geisa hér, hafa bændur lagt
meira kapp á að fjölga kúm, og eru þær víða orðnar margar. Rjóma-