Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Side 142
140
svo að segja hverja einustu opinbera skemmtun. Áflog með meiðsl-
um algeng við þau tækifæri.
Ólafsvíkur. Kaffi mikið notað, svo og vindlingar. Listin „að skro“
deyr út, en neftóbak nokkuð útbreitt. Áfengi talsvert notað, og hefur
liéraðslæknir orðið fyrir ásækni fullra manna.
Reykhóla. Áfengi lítið um hönd haft.
Flateyrar. Áfengisnautn fer minnkandi og hefur alla tið verið lítil.
Tóbaksnautn virðist fara minnkandi, en kaffi er drukkið daglega af
flestum, en í hófi, að mér virðist.
Bolungarvíkur. Vínnautn er alltaf töluverð, en þó ekki meiri en
verið hefur. Sama má segja um tóbaks- og kaffinotkun.
ísafj. Drykkjuskapur er mikill, en þó meiri í bænum en efni stæðu
til vegna aðkomufólks. Enginn vafi er á þvi, að mikill meiri hluti
hæjarbúa vildi vera laus við áfengisútsöluna, ef lögin um héraða-
bönn fengjust framkvæmd.
Ögur. Áfengi mjög lítið notað í sveitunum, en kaffi mikið og
neftóbak.
Hólmavíkur. Áfeng'isnautn hefur aukizt, síðan léttara varð að ná
í það. Ber einkum á þessu eftir skipakomur og á samkomum. Kaffi
og tóbak notað líkt og' áður.
Hvammstanga. Tóbaksneyzla er talsverð, einkum meðal yngri
manna (sígarettur). Kaffi einnig allmikið notað. Áfengisnautn er
ekki veruleg úti um sveitirnar, en á Hvammstanga eru nokkrir menn,
sem aldrei setja sig úr færi, ef áfengi er í boði, og hafa stundum
valdið óspektum með ölæði.
Sauðárkróks. Áfengisneyzla alltaf nokkur, og ber einkum á ölvun
á skemmtunum. Kaffi- og tóbaksneyzla mun svipuð. Mönnum gengur
illa að venja sig af tóbaki, og unglingarnir virðast læra furðu fljótt
að reykja.
Ólafsjj. Áfengisneyzla með minna móti. Kaffi mikið drukkið og
tóbaksnautn mikil.
Grenivíkur. Áfengisnautn lítil, helzt í sambandi við skemmtanir.
Kaffi- og tóbaksneyzla svipuð og áður.
Húsavíkur. Nokkurs mun neytt af áfengi, einkum í sambandi við
gleðisamkomur. Kaffi mun drukkið það, sem skammturinn hrekkur,
og' þykir víða lítill. Tóbaksnautn fer áreiðanlega vaxandi. Þeir ung-
lingar fara nú að verða í minna hluta, sem neyta ekki áfengis, elcki
síður í sveitunum heldur en hér í þorpinu og konur ekki síður en
karlar.
Þórshafnar. Áfengiskaup og neyzla voru óhófleg á árinu. Stendur
það að likindum í sambandi við almennt los og tilflutninga á fólkinu.
Vopnafj. Áfengisnautn mjög lítil og raunar alls ekki umtalsverð.
Stingur það mjög í stúf við það, sem maður heyrir annars staðar
frá. Kaffi- og tóbaksnautn svipuð og verið hefur og mjög við hóf.
Egilsstaða. Drykkjuskapur heldur vaxandi meðal ungra manna, en
þó ekki svo, að vandræði hljótist af. Kaffineyzla yfirleitt mikil.
Tóbaksnautn allalmenn, og er unga kynslóðin þar í fararbroddi.
Seyðisfj. Ég held, að óhætt sé að segja, að engin breyting sé á