Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Side 143
141
notkun þessara veraldargæða. Allir, sem þess óska, geta fengið þrár
sínar uppfylltar á þeim sviðuin, enda engar hömlur þar við settar.
Djúpavogs. Áfengi er yfirleitt ekki haft um hönd nema á skemmt-
unum, en fyrir þær er oft óþarflega mikið pantað af vökva þessum,
bæði frá Seyðisfirði og Reykjavík. Virðist svo sem menn geti alls
ekki skemmt sér nema hafa áfengi um hönd. Kaffi og tóbak er eflaust
notað í óhófi víðast hvar.
Hafnar. Áfengisnautn talsverð á vertíð, þess á milli ekki alláber-
andi. Kaffi- og tóbaksneyzia mikil.
Breiðabólsstaðar. Áfengis- og tóbaksnautn er hér sízt meiri en ann-
ars staðar gerist og gengur hér á landi.
Vestmannaeyja. Allt of mikið notað af áfengi og tóbaki, mönnum
til líkamlegs og' andlegs tjóns, að ekki sé talað um efnahagsleg'u
hliðina. Notað mun vera eitthvað meira af kaffi, síðan skömmtun
þess var afnumin.
Egrarbakka. Mjög lítið ber hér á áfengisnautn, og held ég, að al-
menningsálitið valdi þar mestu um. Mikið er reykt, einkum vind-
lingar, bæði af konum og körlum. Margir neftóbakskarlar.
8. Meðferð ungbarna.
Ljósmæður geta þess í sltýrslum sínum (sbr. töflu XIII), hvernig
Ö255 börn af 3377 lifandi fæddra barna, sem skýrslurnar ná til, voru
nærð eftir fæðinguna. Eru hundraðstölur, sem hér seg'ir:
Brjóst fengu ................................. 90,7 %
Brjóst og pela fengu ......................... 4,2 —
Pela fengu .................................... 5,1 —
í Reykjavík litu tölurnar þannig út:
Brjóst fengu ................................. 97,0 —
Br jóst og pela fengu ......................... 0,7 •—-
Pela fengu .................................... 2,3 —
Læknar láta þessa getið:
Kleppjárnsreykja. Meðferð ungbarna nmn vera í sæmilegu lagi og
litið um kvilla í þeim. Flest fá lýsi.
Ólafsvíkur. Meðferð ungbarna sæmileg með fáum undantekningum.
Flateyrar. Góð. Mæður hafa börn sín á brjósti 3—6 rnánuði og reyna
yfirleitt að mjólka þeim sem lengst. Flestar hugsa þeim fyrir fjör-
efnum eftir g'etu, gefa þeim lýsi og sítrónusafa eða annað slikt, þegar
það er fáanlegt.
Bolungarviknr. Ungbarnadauði enginn.
Hólmavíkur. Verður að teljast almennt sæmileg. Lýsisgjöf virðist
aukast.
Hvammstanga. Meðferð ungbarna góð.
Sauðárkröks. Góð.
Ólafsfj. Einlægur vilji fólks á að gera sitt bezta í því efni, en mæður
ílla settar, einar og hjálparlausar við húsverkin. Vinnustúlkur í hús-
Um þekkjast naumast nú orðið- Stúlkur líta ekki við því starfi, jafn-