Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Side 205
203
Framhald af bls. 144.
haft sams konar námskeið fyrir nemendur Varmahlíðar- og Löngu-
mýrarskólanna.
Þórshafnar. Ekki önnur en munnlegar leiðbeiningar um útrýmingu
lúsar, salernabyggingar og bætt mataræði. Einkum er fólk hvatt til
aukinnar lýsisneyzlu.
Vestmannaeijja. Fólki leiðbeint í þessum efnum, eftir því sem að-
stæður leyfa.
11. Skólaeftirlit.
Tafla X.
Skýrslur um skólaskoðanir vantar í þetta sinn úr 1 læknishéraði
(Hafnarfj.) vegna fráfalls héraðslæknisins þar. Skýrslur þær, er bor-
izt hafa, taka til 13221 barns.
Samkvæmt heildarskýrslu (tafla X), sem gerð hefur verið upp úr
skólaskoðunarslcýrslum héraðslæknanna, hafa 10755 börn, eða 81,3%
allra barnanna, notið kennslu í sérstökum skólahúsum öðrum en
heimavistarskólum, 499 börn, eða 3,8%, hafa notið kennslu í heima-
vistarskólum, en þau hafa þó hvergi nærri öll verið vistuð í skólunum.
1403 börn, eða 10,6%, hafa notið kennslu í sérstökum herbergjum i
íbúðarhúsum og 564, eða 4,3%, í íbúðarherbergjum innan um heim-
ilisfólk. Upplýsingar um loftrými eru ófullkomnar, en það virðist
vera mjög mismunandi: í hinum almennu skólahúsum er loftrými
minnst 1,6 m3 og mest 8,4 m3 á barn, en jafnar sig upp með 3,3 m3.
í heimavistarskólum 1,3—17,4 m8, meðaltal 4,3 m3. í hinum sérstöku
kennsluherbergjum í íbúðarhúsunum 2,1—14,0 m3, meðaltal 3,7 m3.
í íbúðarherbergjum 1,7—6,6 m3, meðaltal 2,9 m3, sem heimilisfólkið
notar jafnframt. í hinum sérstöku skólahiisum, þar sem loftrýmið
er minnst, er það oft drýgt með því að kenna börnum til skiptis í
stofunum. Vatnssalerni eru til afnota í skólunum fyrir 10346 þess-
ara barna, eða 78,3%, forar- „og kaggasalerni fyrir 2661 barn, eða
20,1%, og elckert salerni fyrir 214 börn, eða 1,6%. Leikfimishús hafa
7889 barnanna, eða 59,7%, og bað 8615 börn, eða 65,2%. Sérstakir
skólaleikvellir eru taldir fyrir 7721 barn, eða 58,4%. Læknar telja
skóla og skólastaði góða fyrir 8904 þessara barna, eða 67,4%, viðun-
andi fyrir 3363, eða 25,4%, og óviðunandi fyrir 954, eða 7,2%.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvik. Skoðaðir 6 barnaskólar í héraðinu á árinu. Af þeim höfðu
4 sérstaka skólalækna, en það eru innanbæjarskólarnir. Auk þeirra
barnaskóla, sem starfræktir hafa verið undanfarin ár í héraðinu, var
nú í fyrsta sinn starfræktur skóli í Kópavogi og notað til þess bráða-
birgðahúsnæði í íbúðarhúsum.
Akranes. Lúsin heldur velli, og þótt ekki sé mikið um hana við
skólaskoðun, verður hennar nokkuð vart, er frá líður, og smitast að
jafnaði börn frá lúsalausum heimilum í skólanum. Verður ekki bót
á ráðin, fyrr en skóla- eða heilsuverndarhjúkrunarkona verður hér
starfandi, sem skoðar börnin reglulega, þrífur þau og fer heim á
heimilin. Skólaskoðun fór fram í barnaskólum og farskólum á venju-