Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 206
204
leguin tíma. í gagnfræðaskóla var 71 nemandi, allir heilbrigðir. Enn
fremur er hér iðnskóli með um 50 nemendum. Ljósmóðirin hér hefur
á hendi eftirlit um óþrifakvilla í barnaskóianum. Húsakynni barna-
skólans hér á Akranesi eru orðin mikils til of þröng, 5 kennslustofur
lianda 13—14 deildum. Er nú í undirbúningi að bæta úr í því efni.
Samkvæmt tilmælum fræðslumálaskrifstofunnar var grennslazt um
börn, sem skortir þroska til þess að eiga samleið með öðrum börn-
um við nám; þau voru 5, 3 drengir og 2 stúlkur.
Kleppjárnsreykja. Engar breytingar á skólahaldi í héraðinu. Byrjað
var á smíð húsmæðraskóla að Laugalandi í Mýrasýslu. Reykholts-
dalshreppi hlotnaðist á þessu ári höfðingleg gjöf, sem á að verja til
byggingar heimavistarbarnaskóla í hreppnum. Guðmundur Jónsson.
bóndi á Kletti í Reykholtsdal, sem dó á árinu, og kona hans, Hall-
fríður Hannesdóttir, gáfu eignarjörð sína, Klett, í þessu skyni. Jörðin
var síðan seld fyrir 82 þúsund krónur, og mun verða byrjað á bygg-
ingu skólans, þegar staður hefur verið valinn.
Borgarnes. Skólaskoðanir fóru fram á venjulegum tima. í sambandi
við þær fannst berklasjúklingur i Borgarnesi.
Ólafsvíkur. Skólabörn skoðuð í öllum hreppum, þau, er til náðist.
Barnaskólahús mikið og voldugt byggt á Sandi (þ. e. Hellissandi), og
verður það myndarlegast sinnar tegundar í héraðinu. Byrjað á sam-
komu- og skólahúsi á Arnarstapa. Samkomuhús Ólafsvíkur, lélegt,
brann til ösku seint á árinu, og þar með flosnuðu upp héðan gest-
gjafahjónin, og var það eigi miður farið (óregla).
Búðardals. Skólastaðirnir voru allir viðunandi. Á Laugum í
Hvammshreppi var heimavistarskóli, og auk barnaskólans var þar
einnig tveggja mánaða námskeið fyrir unglinga, enn fremur þriggja
vikna sundnámskeið.
Reykhóla. Ivennt á þrem stöðum í hverjum hreppi og skólastaðir
misjafnir eins og gengur, sumir viðunandi, fleiri lélegir, en bjarg'ast
sæmilega vegna barnafæðar. í ráði er að reisa sameiginlegan heima-
vistarskóla á Reykhólum fyrir alla hreppana 3 í héraðinu, en strandar
enn á áhugaleysi og jafnvel andúð sumra og sjálfsag't einnig af fjár-
hagsástæðum.
Patreksfj. Skólaskoðun fór fram í byrjun skólaársins eins og venju-
lega. Börnin reyndust sæmilega hraust, og þurfti ekki að vísa neinu
þeirra frá af þeim orsökum.
Flateyrar. Skólahús sömu og síðast liðið ár og allt óbreytt frá því,
sem þá var. Súgfirðingar hyggjast að byggja nýtt skólahús á næsta
sumri, og eitthvað mun hafa þokað í áttina með undirbúning að
byggingu heimavistarbarnaskóla í Mosvallahreppi, enda þolir það
enga bið, eins og sjá má á síðustu ársskjTslu minni.
Bolungarvíkur. Bygg't var við gamla barnaskólann. Steypt var álma
fyrir suðurgafli, er liggur þvert til vesturs. í henni er fyrir gafli gamla
skólans lítil kennarastofa, að stærð 3,25 X 2,55 m. Dyr liggja þaðan
fram á skólagang, er liggur meðfram tveimur skólastofum. Af g'ang-
inum liggja dyr inn í hverja skólastofu, en engar dyr eru á milli
skólastofanna. Útgöngudyr liggja af ganginum á norðurhlið hans
fram í fordyri. Til vinstri handar í fordyrinu liggja tröppur niður í