Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Qupperneq 207
205
kjallara, sem er undir álmunni. Til hægri handar í fordyrinu, þegar
inn er gengið, er lítill klefi, sem nota má fyrir Ijósaáhöld og til 1 jós-
lækninga. Stærð skólastofanna er sú sama, 6.5 X 4,5 X 3 m. 2
stórir gluggar á hvorri, móti suðri. í kjallaranum er 1 skólastofa i
viðbót af sömu stærð sem hinar fyrr nefndu, nema að lofthæð, 2,60
m. í kjallaranum er enn fremur miðstöðvarrúm og 4 vatnssalerni. Þar
eru einnig handlaugar. Dúkar eru á gólfum. Skólinn var að mestu
fullgerður að haustinu. Aðeins var eftir að húða hann utan. Skil-
rúmið í milli beggja skólastofanna í gamla skólanum hefur verið
tekið burtu. Ætlunin er að nota þetta rúm fyrir leikfimissal. Eftir
er þó að snyrta hann að innan, klæða eða mála. Stærðin verður
5 X 11 X 4 m. Innangengt er úr þessum sal inn á hinn nýja skólagang.
ísafj. Skólarnir eru þeir sömu og áður og þrengsli mikil í þeim,
eins og ég' hef áður bent á í skýrslum, en nú er þegar langt komið
viðbótarbyggingum við skólana, sem bæta úr skák. 2 stofur bætast við
í barnaskólanum og stofa fyrir hjúkrunarkonu, þar sem lýsisgjafir
geta farið fram og heilbrigðiseftirlitið. Gagnfræðaslcólinn stækkar
um helming. Nýtt leikfimishús ætti að verða tilbúið til notkunar á
næsta skólaári.
Öffur. Skólastöðunum fækkaði um einn á árinu, í Ögri, og eru þeir
nú aðeins orðnir 4, en voru 6 1938. Það er eigi vonuin fyrr, að skóla-
stöðum fækki, ekki sízt þegar tekið er tillit til þess, að í Reykjanesi
starfar nú fullkominn heimavistarskóli, sern- vel gæti tekið við skóla-
börnum allra sveitahverfanna í Inn-Djúpi. Nú senda orðið 3 af 4
hreppum Inn-Djúpsins börn sín í Reykjanesskólann. í 4. hreppnum
eru aðeins eftir 7—8 skólaskyld börn. Þrátt fyrir þessa viðbót við
Reykjanesskólann hafa aldrei verið færri börn þar en í ár. Nú er að
inestu lokið við þá stækkun Reykjanesskólans, senr staðið hefur yfir
undanfarin ár, að minnsta kosti hvað innrétting snertir. Skólahúsið
sjálft stækkar um helming, auk þess 140 m3 handavinnustofa og
512 m® leikfimissalur.
Hesteyrar. Skólar hinir sömu og áður, en börnum fækkar.
Hólmavíkur. Sömu vandræðin með skólastaði fyrir farskólana og
allt annað svipað og áður. Lúshreinsun framkvæmd i byrjun skóla á
Hólmavík og á Drangsnesi. Er alltaf tekið misjafnlega. Virðist hreins-
unin bera einhvern árangur fyrst á eftir.
Sauðárkróks. Litlar breytingar á skólastöðum. Kennt var að hálfu
í samkomuhúsi Staðarhrepps. Er í ráði að bygg'ja við það heimavist
og hafa þar fastan skóla. Sömuleiðis var byggt samkomuhús á Innsta-
landi í Skarðshreppi, og er kennt þar í vetur. Eru fyrirhugaðar svip-
aðar viðbyggingar þar og ef til vill að setja þar upp fastan skóla. Má
segja, að þetta séu framfarir frá þeim skólastöðum, sem notaðir hafa
verið, en hætt er við, að þetta verði kákkennt, þar sem hver smá-
hreppur er að horast út af fyrir sig í stað þess að sameina sig um
byggingu myndarlegs skólahúss. En slíkt má ekki heyrast nefnt hjá
öllum þorra sveitabænda. Byrjað er á byggingu barnaskólahúss á
Sauðárkrólti, enda er skólinn löngu allt of lítill. Ákveðin mun vera
skólabygging i Lýtingsstaðahreppi við Steinsstaðalaug á þessu ári.
Auk barnaskólanna voru skoðaðir nemendur kvennaskólans á Löngu-