Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Síða 209
207
skólum læknishéraðsins. Heiinilum þeirra barna, sem lús hafa eða
nit, er gert aðvart og leiðbeint um meðferð á óþrifunum. Er þessu
ekki illa tekið, enda virðist það bera árangur. Lýsis- eða mjólkur-
gjafir hafa aldrei verið viðhafðar í skólunum. Mjólkin ekki til, en
hins vegar er fengin vissa fyrir, að öll börn fá lýsi heima fyrir. Fram-
faralítil börn fá iðulega nokkur ljósböð að haustinu. Enginn farskóli
í héraðinu.
Djúpavogs. Eftirlit með skólum er hér heldur ófulllcomið. I sveit-
ununi aðeins skoðað í byrjun skólaársins. Hér á Djúpavogi eru öll
börnin skoðuð þrisvar á skólaárinu, vegin og mæld. Síðast liðið ár
var sérstakt eftirlit haft með því, að börnin reyndu eftir mætti að
losa sig við lús og önnur óþrif, og hefur fólk tekið þessari ráðstöfun
vel. Skólastaðir, þar sem eru farskólar, eru auðvitað mjög misjafnir,
og húsakynni óvíða svo stór eða rúmgóð sem nauðsynlegt væri. En
viðunandi verða þó flestir skólastaðirnir að teljast, meðan ekki er
annað betra fyrir hendi.
Vestmannaeijja. Hjúkrunarkona er við skólann, eins og að undan-
förnu. Börnin fá lýsi skammdegismánuðina. Háfjallasól kom í skól-
ann í haust.
12. Barnauppeldi.
Læknar láta þessa getið:
Hólmavíkur. Því miður ekki gott í kauptúninu. Reynt að takmarka
útiveru barna á kvöldin og einnig sælgætiskaup þeirra, en virðist
bera lítinn árangur.
Ólafsfj. Sjálfsagt má margt að barnauppeldi finna, og er þá helzt
um að ræða agaleysi, hávaðasemi og útivist barna á kvöldin. Vel get
ég skilið, að mæður séu oft og einatt þeirri stund fágnastar, þegar
börnin eru úti, þótt seint sé, svo mjög sem þær eru ofhlaðnar störf-
um, oft í þröngum húsakynnum.
Grenivíkur. Barnauppeldi sæmilegt á árinu.
Þórshafnar. Er heldur í lakara lagi. Opinber fyrirmæli um útivist
barna á kvöldin að engu höfð, og reykingar ungmenna eru ískyggi-
lega almennar.
Seyðisjj. Margir ágallar hér sem annars staðar.
Djúpavogs. Að ýmsu leyti ábóta vant.
Vestmannaeyja. Víða ábóta vant.
13. Meðferð þurfalinga.
Læknar láta þessa getið:
Bolungarvikur. Meðferð sveitarómaga og gamalmenna er góð.
Hólmavikur. Virðist í sæmilegu lagi.
Sauðárkróks. Góð.
Ólafsfj. Ég tel, að þurfalin gar hér geti lifað nokkurn veginn
áhyggjulitlu lífi, en það geta, sem kunnugt er, ekki öll mannanna
börn.
Grenivíkur. Góð.
Húsavíkur. Mjög góð.