Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Side 212
210
við sundlaugina í Gljúfurárgili og' lagfæra í kringum hana. Skóla-
börnum var kennt sund í sundlauginni í fyrsta skipti í ár, og var hún
mikið notuð af ungu fólki allt sumarið, en þótti helzt til köld, svo
að í ráði er að ná í hana heitari laug, sem þarna er nærri.
Húsavíkur. Slysavarnadeildir eru 2 starfandi á Húsavík. Vinna að
íjáröflun fyrir slysavarnir.
Djúpavogs. Hér er starfandi deild úr Slysavarnafélagi íslands.
Breiðabólsstaðar. 5 deildir eru hér starfandi úr Slysavarnafélagi
Islands, og' starfa þær eingöngu að því að safna fé fyrir félagið.
Vestmannaeyja. Björgunarfélag' Vestmannaeyja og slysavarna-
deildin Eykyndill starfa eins og áður að þessum málum. Varðskipið
Ægir var hér til eftirlits með bátum og veiðarfærum á s. 1. vertíð,
eins og að undanförnu. Góð sjóskip þarf til þessa starfs.
16. Tannlækningar.
Læknar láta þessa getið:
Kleppjárnsreykja. Gerði við 216 tennur á árinu.
Hólmavikur. Tannlæknir kemur hingað aldrei, og er það bagalegt.
Tannsmiður kemur aftur á móti árlega og hefur nóg að gera.
Sauðárkróks. Eng'inn tannlæknir hefur komið hér í ár til starfa.
Frú Margrét Hemmert tannsmiður, sem er hér búsett, starfaði að
lannsmíðum eins og að undanförnu og' hafði mikið að gera.
Akureyrar. 1 bænum er einn starfandi tannlæknir, en FHðjón
Jensson læknir, sem nú er 78 ára gamall, mun enn þá starfa eitt-
hva'ð lítils háttar að tannsmíð.
Grenivíkur. Þeir, sem láta gera við tennur sínar, fara til Akurevrar.
Þórshafnar. Eina lækningin er tannútdráttur. Þó kom tannsiniður
til Þórshafnar, ungfrú Sigríður Þorláksdóttir, og fórst henni starfið
vel úr hendi. Er mikil þörf á slíkum heimsóknum, því að fólki er
erfitt um langar og dýrar ferðir.
Seyðisfj. Tannlæknisleysið er alltaf sama vandamálið, sem úr þyrfti
að bæta.
Hafnar. Mætti það heita mesta Guðs blessun, ef hin nýja meðferð
með silfurnítrati og súlfaþíazóli á caries reyndist eins haldgóð og
sögur fara af í útlöndum. Æskilegt, að héraðslæknar fái sem fyrst
tækifæri til þess að prófa þá lækningaraðferð.
Vestmannaeyja. Tannlæknir, sem starfar við harnaskólann eins og
áður, leggur mikla áherzlu á að kenna börnum tannhirðing'. Gert er
við skemmdar tennur, sem viðgerðarhæfar eru.
17. Samkomuhús. Kirkjur. Kirkjugarðar.
Læknar láta þessa getið:
Kleppjárnsreykja. Kirkjum og samkomuhúsum er lítill sómi sýndur.
Bolungarvíkur. Samkomuhúsið (templarahús) skemmdist af völd-
um bruna. Hefur verið lítillega dyttað að því og' notað síðan. Fyrir-
huguð er bygging nýs samkomuhúss á næstunni.