Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Side 213
211
Sciuðárkróks. Nýtt samkomuhús var reist að Innstalandi í Skarðs-
hreppi, og er það í vetur jafnframt notað til skólahalds.
Olafsfi. Samkomuhúsið var orðið ónothæft. Síðara hluta árs keypti
h/f Tjarnarborg húsið og endurbætti að ýmsu leyti. Nýtt gólf var sett
í það, nýir miðstöðvarofnar í stað þeirra, er sprungið höfðu, húsið
málað nokkuð að innan og gert við þaklekann. Mun húsið duga sem
samkomuhús fyrst um sinn. Nýjar kvikmyndavélar voru einnig
keyptar. Kirkjan var öll máluð bæði að utan og innan og einnig settir
nýir miðstöðvarofnar í stað gamalla, er biluðu. Raflýsing öll endur-
bætt.
Grenivikur. Samkomuhús hið sama og óbreytt. Kirkjunum ekkert
haldið við, en kirkjugarðar í sæmilegri hirðingu nú.
Húsavikur. Umgengni um samkomuhús, kirkjur og kirkjugarða er
í sæmileg'u lagi.
Djúpavogs. Samkomuhús í héraðinu eru 3, öll orðin mjög gömul og
af sér gengin. Á Berufjarðarströnd var á árinu keyptur bragg'i einn
mikill, og er nýbyrjað að nota hann sem samkomuhús. f Breiðdal
er verið að reisa stórt og vandað samkomuhús, og verður það eflaust
tekið í notkun á næsta sumri. Kirkjan hér á Djúpavogi er of lítil,
en þó auðvitað nægileg, meðan hér er enginn prestur þjónandi, og ef
til vill þó að prestur væri hér, því að kirkjusókn er treg hér um slóðir.
Kirkjan er hituð upp með olíuvélum, og er það vægast sag't slæm
upphitun, enda eru olíuvélar þessar teknar að eldast og ryðga. Öðr-
um kirkjum héraðsins er ég lítt kunnugur, en þó hygg ég, að þær
séu í niðurníðslu víðast hvar.
Vesimannaeyja. Umgengni sæmileg á samkomum, nema þegar
fylliraftar vaða uppi og brjóta allt og' bramla. Kirkju og kirkjugarði
vel við haldið.
18. Meindýr.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Tvisvar á árinu, haust og' vor, auglýsti heilbrigðisfulltrúinn
eftir kvörtunum um rottugang, með þeim árangri, að um vorið komu
kvartanir úr 309 húsum, en um haustið frá 569 húsum, eða samtals
878 húsum, en reyndar má vel vera, að sumt séu sömu húsin, sem
kvartanir hafa sent bæði vor og haust. Aðalrottueyðingin fór fram
tvisvar á árinu samkvæmt umkvörtununum á þann hátt, að eitrað
var í húsunum. Við þessar aðaleitranir voru notaðir 34390 skammtar
af rottueitri, með fullum árangri að því er virtist í 279 húsum, nokkr-
um árangri í 442 húsum, en engum árangri í 157 húsum. í þessurn
síðast nefndu húsum reyndist vera sérstök tegund af smárottu, sem
engar eitranir virðast hafa áhrif á, eins og getið er um í síðustu
skýrslu. Hún virðist ekki líta við góðgætinu. Milli þessara aðaleyð-
ingartilrauna voru látnir 13045 skammtar af rottueitri í 1032 staði,
ýmist á þann hátt, að húsráðendum sjálfum var afhent eitrið með
greinilegri fyrirsögn, eða meindýraeyðirinn fór með það sjálfur á
staðina. í samráði við mig var á árinu dælt blásýrugasi í rottuholur
á Eiðisgranda og 57 staði aðra utan húss víðs vegar um bæinn. Virðist