Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Qupperneq 215
213
Eyrarbalcka. Rottugangur mikill, og virðist vera um fleiri en eina
rottutegund að ræða, enda allmikið æti við sjóinn, þó að þess sé gætt
að láta fiskúrgang ekki liggja.
19. Störf heilbrigðisnefnda.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Nefndin hélt 8 fundi á árinu. Helztu afgreiðslur: Leyfðir 5
nýir veitingastaðir, þar á meðal 3 samkomuhús. 1 nýtt brauðgerðar-
hús var löggilt og 2 kökugerðir og brauðsala, 1 ný mjólkurbúð, 1 kjöt-
búð, 2 fiskbúðir o. fl. smávegis. A þessu ári kom fram tillaga í nefnd-
inni þess efnis að taka kaflann um mjólkurbúðir úr heilbrigðissam-
þykktaruppkastinu og fá hann staðfestan. Þessu var ég algerlega
mótfallinn. Samt var þetta hamrað fram, e. t. v. til þess að friða sam-
vizku sumra gagnvart meðferð heilbrigðissamþykktarinnar að ofur-
litlu leyti. Á þessu ári var auglýst laust til umsóknar starf heilbrigðis-
fulltrúans, og sóttu 3 menn um það starf. Mælti ég og einnig heil-
brigðisnefnd með dr. Jóni Sigurðssyni, sem síðar var svo veitt starfið.
Um starf heilbrigðislögreglunnar er mér sem fyrr ókunnugt, því að
engar skýrslur hafa borizt frá henni, hvorki til mín né heilbrigðis-
nefndar, að því undanteknu, að á tveirn fundum heilbrigðisnefndar-
innar voru lagðar fram bendingar frá henni, í annað skiptið um að
loka kjötsölubúð, sem leyfð hafði verið til bráðabirgða, en hafði ekki
uppfyllt sett skilyrði, og í hitt skiptið um umgengni í kexverksmiðj-
um o. fl. Enn varð dráttur á setningu hinnar nýju heilbrigðissam-
þyklctar.
Akranes. Héraðslæknir gekk frá heilbrigðissamþykkt fyrir Akranes
í júní. Var það sent bæjarstjórn, sem samþykkti það með litlum
breytingum og sendi það stjórnarráði. Einnig hefur verið ákveðið, að
nýráðinn lögregluþjónn skuli jafnframt vera heilbrigðisfulltrúi.
Ólafsvíkur. Kjötskoðun í Ólafsvík (læknisskoðun).
Flateyrar. Hér á Flateyri hefur heilbrigðisnefnd loksins fengið því
framgengt, að farið er með allan úrgang frá þorpunum og frystihús-
unum að fyrirsögn hennar. Frumvarp að nýrri heilbrigðissamþykkt
fyrir þorpið virðist hafa dagað uppi í hreppsnefndinni.
ísafj. Nýtt heilbrigðisreglugerðaruppkast hefur nú legið fyrir bæj-
stjórninni í nærri 1 ár. Helztu störf heilbrigðisnefndarinnar voru: 1)
Telcin ákvörðun um vorhreinsun. 2) Heilbrigðisreglugerðaruppkast
fyrir Isafjarðarbæ rætt og samþykkt. 3) Samþykktar ráðstafanir til
úrbóta á óþrifnaði í einstökum húsum. 4) Samþykktar ráðstafanir
út af úrgangi sláturhúsanna — að hann yrði fluttur lit á Prestabugt.
Hólmavíkur. Störf heilbrigðisnefndar virðast að mestu leyti fólgin
i hinni árlegu eftirlitsferð á vorin til að athuga umgengni utan húss.
Hreppsnefnd sér um burtflutning á sorpi og drasli, er þorpsbúar
hreinsa af lóðum sínum.
Sauðárkróks. Heilbrigðisnefnd starfaði svipað og áður. Fór hún til
eftirlits um bæinn og fann að því, sem aflaga fór í þrifnaðarmálum,
°g reyndi að fylgja eftir, að úr væri bætt.
Ólafsfj. Lítið starf ligg'ur eftir heilbrigðisnefndina, en við og við