Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Síða 217
215
gerir ráðstafanir til, að bætt sé úr mesta sóðaskapnum. Árangur er
nokkur. Þó mun ekki verða gott lag á þessum hlutum, fyrr en skólp-
veitan er kornin á og almenn öskuhreinsun.
Seijðisfi. Auk almenns hreinlætiseftirlits liefur heilbrigðisnefnd
haft eftirlit með matvælabúðum og gert ráðstafanir til þess, sem hetur
má fara.
Hafnar. Engin heilbrigðisnefnd er til, en á döfinni er að stofna
heilbrigðisnefnd á Höfn.
Vestmannaeyja. Nefndin reynir eftir heztu getu að koma þrifnaði
í betra horf.
20. Bólusetningar.
Tafla XX.
Skýrslur og reikningar um bólusetningar hafa borizt úr öllurn hér-
uðum nema 8 (Reykhóla, ísafj., Hesteyrar, Hólmavíkur, Blönduós,
Egilsstaða, Bakkagerðis og Nes), og' munu þær yfirleitt hafa fallið nið-
ur í þeim héruðum. Ná skýrslurnar til 2230 frumbólusettra og 2266
endurbólusettra barna. Kom hólan út á 65% hinna frumbólusettu og
60% hinna endurbólusettu.
Læknar láta þessa getið:
Ólafsvíkur. Úr bólusetningum varð minna en til var stofnað, og
ollu því ýmsir erfiðleikar, mér einum viðkomandi.
Flateyrar. Bólusetning fór fram í öllu héraðinu með sæmilegum
árangri. Sum barnanna fengu hita, en ekkert varð verulega veikt.
ísafi. Aðeins bólusett börn, sem áttu að fermast um vorið. Frum-
hólusetning hefur nú fallið niður af ýmsum ástæðum síðast liðin 4
ár, en vonir standa til, að hægt verði að bæta það upp 1946.
Ögur. Bólusetningar fóru fram í 3 umdæmum af 5. Engin börn
veiktust alvarlega.
Árnes. Bólusetning' fór fram í öðru umdæmi héraðsins. Árangur
mjög lélegur, væntanlega vegna gamals bóluefnis. í hinu umdæminu
ekki bólusett vegna skorts á bóluefni.
Hólmavíkur. Bólusetning gengur illa að rækja, bæði sökum þess
að enginn fæst til þess að framkvæma þær, þar sem víða vantar Ijós-
móður, og einnig af því, að á þeim tíma, sem heppilegastur er til
bólusetninga, ganga hér yfirleitt alls konar umferðakvillar, og er fólk
þá mjög tregt til að koma með börn sín til bólusetningar.
Sauðárkrúks. Bólusetning fór fram alls staðar nema í Skefilsstaða-
hreppi. Börn eru þar svo fá, að varla tekur því að bólusetja nema
annað hvert ár. Bóluefnið reyndist sæmilega.
Ólafsfi. Góður árangur af bólusetningu, og kom bólan vel út.
Akureyrar. Bólusett í öllum hreppum héraðsins.
Grenivíkur. Bólan kom mjög vel út á yngri börnunum, en misjafn-
legar á hinurn eldri. Ekkert barnanna veiktist af hennar völdum.
Húsavikur. Ekki var bóluselt í Aðaldal, því að ljósmóðir fluttist
burtu, rétt áður en bólusetja átti. Ekki var heldur bólusett í Grímsey.
Seyðisfi. Bólusetning fór fram í bænum í jiíní og var fremur illa
sótt, eins og oftast nær. í Loðmundarfirði eru fá börn, og er bólusetn-
ing þar i ólagi.