Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Qupperneq 218
216
Djúpavogs. Bólusetningar féllu niður í Búlandshreppi vegna fjar-
veru ljósmóður.
Breiðabólsstaðar. Af skráðum börnum voru 3 ekki bólusett vegna
veikinda.
Laugarás. Bólusetning fór fram í öllu héraðinu í þetta sinn. Bólan
kom sæmilega út.
21. Skoðunargerðir eftir kröfu lögreglustjóra.
Frá rannsóknarstofu Háskólans hefur borizt eftirfarandi skýrsla
um réttarkrufningar stofnunarinnar 1945:
1. 9. janúar. S. J-son, 56 ára. Viku fyrir andlátið hafði maðurinn í æðiskasti
varpað sér í sjóinn. Hann lagðist í rúmið með hita 4 dögum síðar. Honum
einaði sóttin og andaðist 8. janúar. Alyktun: við krufninguna fannst lungna-
bólga og svæsin broncliitis, sem vafalaust hefur orðið manninum að bana.
2. 17. janúar. B. Þ-son 36, ára. Maðurinn fannst hengdur i skúr rétt utan við
bæinn. Hafði hann lengi verið geðbilaður. Ályktun: Henging. Ekkert fannst,
er benti til þess, að dauði hins látna væri af manna völdum.
3. 30. apríl. S. Þ-son, 25 ára. Maðurinn varð undir sandbakka og var látinn, er
hann náðist. Ályktun: Við krufninguna fundust einkenni köfnunardauða og
auk þess allmikið brot á grindarbeinum.
4. 4. maí. B. G-son, 30 ára. Fannst í sjónum vestan Ægisgarðs 3. mai. Maðurinn
hvarf að heiman frá sér 2. febrúar. Ályktun: Vegna rotnunarbreytinga var
ekki unnt að finna drukknunareinkenni. Ekki var unnt að finna nokkuð, er
benti til, að hinn látni hefði orðið fyrir meira háttar likamlegum áverka.
5. 11. maí. E. M. K. 6 ára. Drengurinn varð fyrir vörubifreið og beið sam-
stundis bana. Ályktun: Við krufninguna fannst mikið brot á hauskúpunni
og mikil sköddun á stóra og litla heila, enn fremur brot á hryggjarliðum,
og 8 rif voru brotin vinsta megin.
6. 12. maí. J. S-son, 50 ára. Fannst rekinn rétt utan við hafnargarðinn. Maður-
inn hvarf 5. marz, en hafði þá um tíma áður verið við vin. Ályktun: Vegna
rotnunarbreytinga var ekki unnt að dæma um, hvort maðurinn hefði drukknað
eða ekki. Engin áverkamerki fundust, er hent gætu til, að liinn látni hefði
orðið fyrir árás í lifanda lífi.
7. 5. júní. I. Þ-dóttir, 69 ára. Varð fyrir herbifreið og beið samstundis bana.
Ályktun: Við krufninguna sást, að hægra forhólf hjartans hafði rifnað og
hjartað laskazt þannig, að gat var framan á því. Mörg rif voru brotin vinstra
megin, og sennilega á áverkinn á hjartað rót sína að rekja til þess, að rifbrot
hefur stungizt i gegnum hjartað. Maginn var og sprunginn og miltið.
8. 18. júní. S. B-son, 26 ára. Maðurinn fannst örendur undir bifreið, er hann var
að gera við. Hafði bifreiðin fallið á hann ofan. Ályktun: Slöður sást á brjóst-
kassanum eins og eftir farg. Köfnunareinkenni sáust á lungum. Köfnunardauði.
9. 19. júní. G. S-son, 2 ára. Herbifreið ók yfir drenginn, sem var fluttur rænu-
laus þá þegar i Landsspítalann og dó þar 9 tímum síðar. Ályktun: Við krufn-
inguna fannst allmikið kúpubrot á hnakkabeini og gagnaugabeini og enn
fremur stórt gat á maganum.
10. 20. júni. F. S. G-son, 15 ára. Pilturinn varð fyrir bifreið og andaðist sam-
stundis. Ályktun: Við krufninguna fannst brot á báðum beinum vinstra fót-
leggjar, hægri olnbogi var úr liði og framhendleggur brotinn. Sprunga fannst
í hjartavöðvanum og mikil blæðing í hægra hrjósthol. Miltið þversprungið. Enn
fremur var höfuðkúpan sprungin eftir endilöngu.
11. 5. júli. H. S-son, 4 ára. Drengurinn varð fyrir bifreið 4. júlí og beið bana nærri
samstundis. Ályktun: Við krufninguna kom í ljós, að mörg rif voru ein- og
tvíbrotin, og blæðingar í brjóstholið. Lungun voru einnig rifin af rifbrots-
endunum, miltið sprungið og mikil blæðing frá því í kviðarholið. Banameinið
þvi innvortis blæðingar.
12. 20. júli. J. K. J-son, 21 árs. Drukknaði af kappsiglingarhát í höfninni. Var
talinn vera undir áhrifum áfengis. Ályktun: Drukknun.