Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Qupperneq 222
220
rekstrarins. Ný vél var keypt til rafveitu þorpsins hér, en allt of lítil.
Bætt var nokkrum nýjum álmum við skólpveituna, og er því verki
því nær lokið. Byrjað var á endurbyggingu hafskipabryggjunnar á
sama stað og hún hefur verið, þ. e. á vitlausum stað við höfnina. Alger
kyrrstaða hefur verið í atvinnulífi héraðsbúa síðast liðið ár, en ein-
hver von mun vera á aukningu útgerðarinnar á næstunni.
Blönduós. Framfarir til almenningsþrifa hafa orðið allmiklar, eða
öllu heldur byrjað, því að ekki er séð fyrir lok þeirra né uppfyllingu.
Sýslusjóður keypti land og hitaréttindi á Reykjum á Reykjabraut með
þá ætlun fyrir augum að reisa þar heimavistarskóla og reka þar í
framtíðinni ýmsa menningarstarfsemi. Á Blönduósi var byrjað á stór-
um og fullkomnum barnaskóla, ásamt leikfimishúsi, sem verður í sam-
eign við kvennaskólann. Enn fremur eiga að verða þar böð, sem al-
menningur á að geta fengið aðgang að, og' sennilega verður bókasafni
sýslunnar kornið þar fyrir líka. I Höfðakaupstað var byrjað á bygg-
ingu síldarverksmiðju og gerður annar undirbúningur að hinni marg-
umtöluðu „nýskipan", enda sáust þar margar og' miklar vélar með
margföldum afköstum á við það, sein menn áttu þar að venjast. Þá
var og ákveðið að byggja mjólkurvinnslustöð á Blönduósi, og' á hún
aðallega að vinna þurrmjólk. Hún verður fyrsta mjólkurstöð þeirrar
tegundar hér á landi. Allar horfur eru á, að hröð stækkun Höfðakaup-
staðar og mjólkurvinnslustöð á Blönduósi verði til þess að breyta mjög
búskaparháttum í mörgum hreppum sýslunnar, svo að þar verði aðal-
lega lögð stund á nautgriparækt, en sauðfjárræktin dragist enn meira
saman en orðið er, nema því aðeins að það takist að vinna bug á
sauðfjárpestunum með almennum fjárskiptum, eins og nú er haft
á orði.
Sauðárkróks. Fenginn var mótor til framleiðslu á rafmagni fyrir
Sauðárlcrók til hjálpar vatnsaflsstöðinni, sem orðin var allt of lítil.
Verður hann notaður þar til ný vatnsaflsstöð kemur, en nú verður
farið að byrja á henni. Fest hafa verið kaup á einuin 50 smálesta bát
frá Svíþjóð, og er hann væntanlegur með vorinu og verður gerður út
frá Sauðárkróki.
Ólafsfí. Haldið áfram vinnu við hafnargerð. Vesturgarður lengdur
um 50 m og norðurgarður um liðlega 60 m. Lokið að fullnustu
við byggingu sundlaugar, sem áður er getið. Hin nýja vatnsveita, er
bilaði fljótlega á fyrra ári, var lögð að nýju og' nú notuð asbeststeypu-
rör, eins og þau, sem eru í aðalleiðslu hitaveitunnar, og er nú nóg
vatn. Á árinu voru næstum öll hús komin í samband við heitavatns-
kerfið. Má yfirleitt segja, að veitan hafi reynzt vel. Vatnið er um 45°
heitt, og nægir sá hiti í hlýjum og súglausum húsurn til upphitunar,
þótt töluvert frost sé. Unnið var í þjóðveginum yfir Lágheiði, og var
jarðýta höfð við vinnuna. Miðaði vegagerðinni það áfram, að komizt
var rétt að sýslumörkum. Kaupfélag Eyfirðinga hóf byggingu kjöt-
búðar, og komst húsið undir þak. Ólafsfjarðardeildin hafði skorað
á félagið að hefjast handa í því efni. Það má segja um þetta hérað,
að það er mjög á eftir, hvað jarðrækt snertir. En um haustið
var töluvert land brotið með jarðýtu, sem nokkrir menn keyptu.