Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Qupperneq 223
221
Stofnað var hlutafélag til þess að byggja samkomuhús og reka kvik-
myndahús jafnframt. Byrjað var á byggingunni, og var lokið við að
steypa grunninn, en ekki var hægt að halda áfram, aðallega vegna þess,
að á stóð fullkominni teikningu. Með tímanum verður byggt gisti-
hús í sambandi við samkomuhúsið, og þar eiga einnig að vera skrif-
stofur bæjarins og fundarsalur bæjarstjórnar.
Dalvíkur. Hafnargarðurinn í Dalvík var lengdur um 50 m og nær
nú 216—217 m fram, á dýpi, sem er 5,8 m um stórstraumsfjöru. Verð-
ur hann lengdur enn í náinni framtíð. Er hann nú kominn í gagn og
verður svo enn meira síðar og mun upp frá þessu marka tímamót í
sögu byggðarlagsins. Síldarsöltunarplan var byggt á Dalvík, nýtt fyrir-
læki. Símakerfi Dalvíkur var aukið og endurbætt. Lina var lögð fram
í Svarfaðardal, að Grund. Sláturhús var reist á Dalvík. Slátra má þar
400—500 kindum á dag. Frystihúsið var stækkað að mun, enda þörf
á því.
Grenivíkur. Lítið er hægt að telja, að gert hafi verið til almennra
þrifa. Hið helzta verður það, að unnið hafi verið að vegagerð Sval-
harðsstrandarvegarins. Er hann nú kominn yzt út í Yztuvíkurhóla, og
eru nú ekki eftir af honum nema ca. 3—4 km, svo að beint vegarsam-
band fáist við Akureyri.
Þórshafnar. Getið var um barnaskólann og vatnsveituna. Kaupfé-
lagið keypti dieselvél til framleiðslu rafmagns. Lagðar voru línur um
alla Þórshöfn og í flest hús. Verðið er kr. 1,70 kíló'vvattstundin.
Bakkagerðis. Á síðast liðnu sumri var byggð stór og vegleg brú yfir
Borgarfjarðará. Eru að því ómetanleg hlunnindi, því að á þessi getur
orðið aiófær yfirferðar.
Seijðisfj. Ýmislegt er á prjónunum, svo sem báta- og togarakaup,
stækkun rafstöðvarinnar með iðnaðarframkvæmdir fyrir augum,
bygging nýs sjúkrahúss og margt fleira.
Breiðabólsstaðar. Ain Stjórn var brúuð, en hún hefur oft verið
óþægilegur farartálmi, einkum á veturna, þegar hún bólgnar upp í
frostum. Jarðýta var fengin að Klaustri, og er hún notuð við vega-
gerðir og fleira. Eru afköst hennar stórkostleg.
Vestmannaeijja. Vikið, sem grafið var inn í svo kallaðan Botn, hefur
verið stækkað, og trébryggjan, sem við vikið stendur, hefur verið
lengd um 30 m til suðausturs. Steyptur hefur verið rammgerður
fyrirhleðslugarður úr bæjarbryggjunni í svo nefndan Bratta. Sand-
suga hafnarinnar fyllti svo upp svæðið fyrir innan garðinn með upp-
grefti úr höfninni, og myndast þarna mikið landrými. Beituskúrarnir
og gömlu krærnar eru að smáhverfa, en þeim hefur fylgt mikill óþrifn-
oður. Strandvegurinn (liggur með höfninni) hefur verið steyptur á
stóru svæði. Nýr bátur bættist við í flotann. Er um 60 smálestir
brúttó að stærð, smíðaður hér í Eyjum. H/f Fell hér festi kaup á 150
brúttó-smálesta stálskipi í Svíþjóð. Hefur skip þetta reynzt vel og
verið í isfiskflutningum íil Englands. H/f Snæfell festi á árinu kaup
á togaranum Surprise frá Hafnarfirði. Hafnarsjóður hefur eins og
ondanfarið látið vinna að hafnarbótum. Er nægilegt verkefni þar
íyrir höndum næstu árin. Hafin var í haust flugvallargerð hér, og