Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Side 228
226
Ég dreg ekki í efa, að yfirlæknirinn hefur rétt fyrir sér í því, að eí
fullnægja ætti þörfinni, veitti ekki af að fjölga sjúkrarúmum fyrir
geðveika menn svipað því, er hann áætlar. En svo nauðsynlegt sem
það er að nálgast það mark sem mest, er hitt algerlega óhjákvæmilegt
og má ekki dragast, að sjá hinum órólegustu sjúklingum fyrir þeim
rúmafjölda, að jafnan sé hægt að veita þeim tafarlausa viðtöku. Hef
ég áður vakið athygli ráðuneytisins á þessu, og að vísu var samkvæmt
uppástungu minni fyrir nokkru síðan gerð sú ráðstöfun að vista
nokkra króniska og rólega geðveika sjúklinga á sérstakri deild í Laug-
arnesi í því skyni að rýma til á Kleppi, þannig að þar yrði hægt að
taka við fleiri órólegum sjúklingum en áður. Þessi ráðstöfun gerði
að vísu nokkurt gagn í bili, en náði auðvitað allt of skammt.
Það er ekki ljóst af bréfi yfirlæknisins, hvað hann telur þurfa að
hæta við af rúmum fyrir hina órólegustu sjúklinga til að fullnægja
eftirspurn. En hann hefur munnlega tjáð mér, að hinar tvær deildir
fyrir slíka sjúklinga með 17 rúmum hvor, sem hann getur um í bréfi
sinu, mundu nægja fyrst um sinn.
Ég tel, að ekki verði bætt úr hinurn „tilfinnanlega skorti á sjúkra-
húsrúmi fyrir geðveika menn“, sem þingsályktunartillagan fjallar
um, með öðru en nýbyggingu. Og ég' er á sama máli og yfirlæknirinn,
að þá nýbyggingu sé sjálfsagt að reisa á Kleppi sem viðbót við sjúkra-
húsið þar. Og að sjálfsögðu á að liefja þessar ráðstafanir með því
að reisa á Nýja Kleppi sem allra fyrst hina löngu fyrirhuguðu deild
fyrir hina órólegustu sjúklinga. Væri það allra þakka vert og góð
byrjun, þó að ekki væri í meira ráðizt fyrst um sinn.
Ég legg hér með uppdrátt að húsinu á Nýja Kleppi, eins og upp-
haflega var fyrirhugað, að það yrði, og er greinilega merktur á upp-
arættinum hinn óbyggði hluti þess fyrir hina órólegustu sjiiklinga.
Eru það tvær deildir, að vísu fyrir færri sjúklinga en yfirlæknirinn
telur nú fullnægjandi, eða 11 í stað 17 hvor. Auk þess er kjallari, þar
sem koma mætti fyrir vinnustofu þeirri, er yfirlæknirinn talar um,
svo og íbúð starfsfólks á lofti, sem þó verður að viðurkenna, að er
vandræða fyrirkomulag. Þessi bygging, áætlar húsameistari, að kosta
mundi ca. kr. 150 000.00. Sjálfsagt væri að endurskoða þenna upp-
drátt, áður en í framkvæindir væri ráðizt, og' taka þá til athugunar
tillögur yfirlæknisins, meðal annars um stærð deildanna og sérstakar
stofur fyrir næma sjúkdóma, en sú aukning mundi leiða til hlutfalls-
lega aukins kostnaðar. Með tilliti til íbúðar fyrir starfsfólk þætti mér
og rétt, að tekið væri til athugunar í sambandi við þessa byggingu það,
sem nú er uppi á baugi erlendis, að hverfa frá því, að hjúkrunarfólk
og' annað þess háttar starfsfólk húi á sjúkrahúsunum, heldur gangi
það þangað til vinnu sinnar, og séu launakjör þess þá miðuð við það,
sem báðum aðiljum getur orðið að skaðlausu.1) Ef að því yrði horfið,
mætti ef til vill nota efstu hæð nýbyggingarinnar til aukningar rúmi
1) S.já síöar um kröfur hjúkrunarkvennastétt.arinnar hér að hitandi og breyt-
ingar á peim. Ofan á varð á Kleppi að leysa liúsnæöisvandamál hjúkrunarkvenna
þar með þvi að reisa átta smáhýsi í hæfilegri nánd sjúkrahússins fyrir samtals 24
hjúkrunarkonur, og mun leitun á slíkum Iiúsnæðiskosti og aðbúnaði hjúkrunar-
kvenna.