Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Qupperneq 230
228
koma þeim fyrir í Laugarnesi, hefði, eftir sem áður, á ófullnægjandi
hátt verið séð fyrir hinum óðustu sjúklingum, þar sem Nýi Kleppur,
eins og hann er, er alls ekki lagaður til, enda ekki ætlaður til að hýsa
slíka sjúklinga.
Ég fullyrði, að ef ríkisstjórnin hefði nokkur tök á að útvega fé til
þessarar byggingar (með láni eða á annan hátt), þá sé henni meira
en óhætt að ráðast í þessar framkvæmdir upp á væntanleg't sam-
þykki Alþingis eftir á. Varla er nokkur sá þingmaður, sem ekki þekkir
til fleiri eða færri dæma úr sínu kjördæmi um þungar búsifjar fólks og
sveitarfélaga af geðveiku fólki. Hefur að vísu ástandið oft verið slæmt
i þessum efnum á undanförnum árum, en að því er virðist aldrei til
lika eins og nú. En allir, sem hafa nokkra reynslu af þeim hörmung-
um, sem þessu eru samfara, munu fúsir til að fallast á, að fátt sé,
sem ríkisstjórninni sé skyldara að láta til sín táka, og jafnvel þó að
hún þurfi að sleppa öllum seremóníum. Ef ríkisstjórninni þætti hins
vegar öruggara, mætti bera málið undir stjórnir þingflokkanna og
tryggja því á þann hátt fylgi fyrir fram.
Ég get ekki nógsamlega hvatt ríkisstjórnina til að hefjast hér handa
um skjótar framkvæmdir og bendi á, að ef hvorutveggju íuálin yrðu
tekin upp í einu, breytingin á rekstri Holdsveikraspítalans i Laugar-
nesi (sbr. bréf mitt í gær)1) og þetta mál, hníga öll rök að því, að spara
raætti á Holdsveikraspítalanum sato mikið fé, að nægði til að standa
straum af allt að helmingi dýrari byggingu en áætlað er, að hin óró-
lega deild Kleppsspítalans mundi kosta.
Um aukið rúm á Kleppi fjrrir órólega, geðveika menn.
Bréf landlæknis til dómsmálaráðuneijtisins 4. maí 1939.
Ég leyfi mér að minna á bréf mín til ráðuneytisins, síðast bréf mitt
dags. 16. ágúst f. á., viðvíkjandi nauðsyn á auknu rúmi fyrir órólega
geðveika sjúklinga á Kleppi. Legg ég þetta bréf mitt hér með í afriti.
Fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra mun hafa vísað erindinu til fjár-
veitinganefndar, en mér er ekki kunnugt um, hvort hún hefur tekið
afstöðu til þess. Ég itreka það enn á ný, hvílíkur voði og vandræði
stafa af því víða um land, að ekki skuli vera hægt að koma óðum,
hættulegum sjúklingum nokkurn veginn fyrirvaralaust á geðveikra-
hæli, og er skemmst að minnast, er geðveik kona gerði þessa dagana
tilraun til að kveikja í stórhýsi hér í bænum, og munaði minnstu,
að stórfellt manntjón yrði að. Ég get þess einnig, að á heimili austur
í sveitum hafa menn lengi verið í vandræðum með óðan sjúkling, sem
jafnframt er með smitandi berklaveiki, og þarf ekki að lýsa þeirri
hættu, sem af því stafar. Fleiri átakanlegar sögur má af þessu segja.
Ég tel, að ekki verði komizt hjá að hefjast nú þegar handa um að
1) Bréf þetta fjallaði «m möguleika á að draga úr kostnaði af rekstri spítala
fyrir hina fáu holdsveikisjúklinga, sem eftir voru, með þvi að fá þeim hæfi-
legra húsnæði en hinn mikla spítala í Laugarnesi. Þessum búhnykk neyddu
Bretar upp á ríkisstjórnina, er þeir hernámu Laugarnesspítalann á miðju ári 1940,
en af Bandaríkjamönnum stafaði aftur sú óheill, að þeir brenndu upp spitalann.