Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Síða 233
231
holdsveikisjúklingum sínum. Þessu væri auðveldast að koma i
kring, ef önnur stofnun yxi upp á staðnum, jafnframt því sem holds-
veikraspitalinn drægist saman. Virðist mér það vel gerlegt um fávita-
hæli, og' þyrfti ekki að valda neinum árekstrum, ef svo hægt væri
farið af stað sem ég hugsa mér. Sérstakan skála með aumustu fá-
vitum er auðvelt að einangra tryggilega frá holdsveiku sjúklingun-
um, þó að matreiðsla færi fram í sama eldhúsi og þvottahús yrði
sameiginlegt, sem fyrst í stað yrði hið eina, sem sameiginlegt þyrfti
að vera. Þegar fávitahælið hefur aukizt að nokkru ráði, eru holds-
veiku sjúklingarnir fyrirsjáanlega orðnir svo fáir og flestir svo far-
Jama, að hægðarleikur verður að einangra þá í afskekktum herbergj-
um. Þyrfti ekki að taka aðalhúsið til vistar fyrir fávita, fyrr en síð-
asti holdsveiki sjúklingurinn er fallinn frá. Hins vegar gæti hjúkr-
unarlið og annað starfsfólk haft þar aðsetur. Hefur það frá fyrstu
tíð búið í sama húsi sem sjúklingarnir og aldrei komið að sök.
Verður og að meta hættu af slíkri sambúð sem enga við nútiðar heil-
brigðishætti á sjúkrahúsum, allra helzt þegar sjúklingar eru svo fáir
sem hér eru.
Ef stefnt yrði að því að gera Kópavog á þenna hátt að fávitahæli
til frambúðar, yrði miðað við það, að Kleppjárnsreykjahæli yrði fyrst
um sinn rekið áfram, en eingöngu fyrir börn og konur. í Kópavogi
yrði fyrst reistur skáli fyrir 9—12 fullorðna karlmenn (9 slíkir fá-
vitar munu vera hæfilegt viðfangsefni fyrir einn hjúkrunarmann).
Næst kæmi skáli fyrir hálfvaxna drengi, þá fyrir fullorðnar konur
o. s. frv. Að síðustu yrðu börn ein eftir á Kleppjárnsreykjum, og
þyrfti ekki að flytja þau að Kópavogi, fyrr en þar er enginn holds-
veilcur sjúklingur eftir. Þegar Kópavogur er orðinn að fullgildu fá-
vitahæii, hugsa ég' mér núverandi byggingu sem miðstöð rekstrar-
ins1) með eldhúsi og þvottahúsi og íbúðum fyrir starfsfólk, en i þess
hópi gætu verið þroskuðustu fávitarnir. Að öðru leyti væru fávit-
arnir vistaðir í skálum (pavillions) til beggja hliða höfuðbygging-
unni.
Vissulega mætti kjósa, að staðurinn væri enn afskekktari og betur
í sveit settur, en þó má vafalaust ætla stofnuninni það landsvæði og
haga skipulagi svo umhverfis, að fullnægt geti sæmilega öllum eðli-
legum kröfum. Þyrfti að sjálfsögðu að leggja Kópavogsbúið undir
stofnunina.2) Vegur norðan hælisins þarf að vera í hæfilegri fjar-
lægð og mannheld, ógagnsæ girðing með honum, en að sunnan-
verðu veitir vogurinn ákjósanlega vernd. Höfuðgallinn er að vera
utan hitaveitukerfisins, en væntanlega má takast að ná aðgengileg-
um samningum við Reykjavíkurbæ um rafhitun slíkrar stofnunar,
og reyndar verður ekki í allt séð.
Að svo mæltu leyfi ég mér að æskja heimildar ráðuneytisins til að
mega í samráði við húsameistara ríkisins undirbúa, að reistur verði
1) Þó ekki til frambúðar (sjá hér á eftir).
2) Það er nú ákveðið. Til frekari einangrunar hælisins er í ráði að reisa
bvottahús rikisspítalanna á vesturtakmörkum lóðarinnar. Yrði hún þá í skjóli
búsins á aðra hönd, en þvottaliússins á hina og heppileg vinnuskilyrði fyrir þrosk-
uðustu vistmennina á báðum stöðum.