Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Side 237
235
V. Hjúkrunarkvennaskóli.
Um endurskipun hjúkrunarfræðslunnar og þörf á sérstöku húsi
handa hjúkrunarkvennaskólanum.
Bréf landlæknis til dómsmálaráðuneytisins 29. janúar 1944.
Eins og ráðuneytinu er kunnugt, er skortur hjúkrunarkvenna
iskyggilega mikill, svo að til vandræða horfir um, að unnt verði að
halda i horfinu um rekstur sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofn-
ana, sem fyrir eru, að ekki sé talað um aukningu þeirra stofnana og
nýjar stofnanir, sem brýn þörf er á að koma upp, enda verið að setja
sumar þeirra á laggirnar, en aðrar eru í undirbúningi (heilsuverndar-
stöðvar, drykkjumannahæli, fávitahæli, fæðingarstofnun, vinnuhæli
berklasjúklinga og annarra öryrkja, barnaspítali, hæli fyrir vandræða-
börn og unglinga o. s. frv.). Auk þess er sívaxandi þörf vel menntra
hjúkrunarkvenna við margvísleg félagsstörf og þá fyrst og fremst
hvers konar heilsuverndarstörf og' heilbrigðiseftirlit. Jafnframt
hjúkrunarkvennaskortinum er aðsókn að hjúkrunarkvennaskólanum,
sem rekinn er í sambandi við Landsspítalann, ískyggilega dræm orðin,
enda satt að segja ekki svo að skólanum búið, að það laði til aðsóknar
á þeim tímum, þegar almennur hörgull er á kvenfólki til flestra nytja-
starfa. Er bersýniíegt, að brýn þörf er á, að hjúkrunarfræðslan verði
skipulögð að nýju og skóla þessum búin þau kjör, bæði að því er
tekur til húsakynna, kennaraliðs og annars aðbúnaðar, að sæmilega
svari nútímakröfum. Er einkum aðkallandi, að sérstakri vel hæfri
kennsluhjúkrunarkonu sé falin forstaða og öll ábyrgð skólans á sér-
stöku skólaheimili í sambandi við Landsspítalann, þar sem nemend-
urnir, auk staðgóðrar fræðslu og æfingar við hjúkrunarstörf, geti orð-
ið fyrir þeim uppeldisáhrifum, er hæfi konum, sem valið hafa sér
hjúkrunarstörf að lífsstarfi. Eru þegar séð dæmi þess, að engan veg-
inn er nóg, að stéttinni séu búin sæmileg lífskjör að námi loknu.
Góð hjúkrunarkona verður engin kona, er eingöngu horfir til launa.
Fyrir þvi ber nauðsyn til, að svo sé haldið á málum hjúkrunarkvenna-
stéttarinnar, og þá fyrst og fremst uppeldismálum hennar, að stétt-
inni glatist ekki þær hugsjónir, sem líkn við sjúka og bágstadda hefur
ætíð haft hitann úr, enda njóti hún velvildar og viðurkenningar sam-
kvæmt þvi. Því aðeins að þetta takist, verður tryggt, að nægilegur
fjöldi kvenna leiti hjiikrunarkvennastarfa, og ekki fjöldi einn, heldur
það, sem enn meira er áríðandi: úrval annarra kvenna.
Ég hef í samráði við forustukonur hjúkrunarkvennastéttarinnar
og með tilliti til þess, sem að framan greinir, unnið að endurskoðun
laga um hjúkrunarfræðsluna, og mun frumvarp um það efni hráð-
lega verða sent ráðuneytinu.1) Hins vegar er mér Ijóst, að öll laga-
fyrirmæli verða dauður bókstafur nema unnt sé að tryggja hjúkr-
1) Frumvarp þetta varð að lögum sem lög nr, 76 26. desember 1944, um Hjúkr-
unarkvennaskóla íslands, en þau eru enn að kalla „dauður bókstafur" fyrir skort
viðunandi húsakynna og annarra starfsskilyrða.