Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Page 240
238
VI. Drög til 10 ára áætlunar um byggingarframkvæmdir
Landsspítalans.
Nokkrar heildarniðurstöður landlæknis eftir allmarga umræðu-
fundi með forstöðufólki Landsspítalans og húsameistara ríkisins
veturinn 1945—1946.
Lagðar fyrir heilbrigðismálaráðlierra hortnm til leiðbeiningar.1)
1. Landsspítalinn er háskólaspítali og sem slíkur einkum kennslu-
stofnun lækna, hjúkrunarkvenna og ljósmæðra. Stærð hans,
deildir og deildarskipun miðist fyrst og fremst við þetta hlut-
verk hans.
2. Rekstur Landsspítalans sem sjúkrahúss ber einnig að öðru
leyti að miða við þarfir landsins i heild, en ekki Reykjavílcur
sérstaklega. Þó þykir að sjálfsögðu hagkvæmt, að samvinna
takist við Reykjavíkurbæ um rekstur einstakra deilda, þegar
svo stendur á, að
a) Landsspítalinn þarfnast slíltrar deildar vegna kennslunnar;
b) þörf bæjarins er ekki fullnægt með þeirri stærð deildarinnar,
sem talin er nægja kennslunni;
c) óhagkvæmt þykir að reka fleiri en eina slíka deild í bænum.
3. Að því ber að stefna, að Landsspítalinn sé fullkomnasta sjúkra-
hús landsins, við því búið að leysa hin erfiðustu viðfangsefni, er
á hverjum tíma verða leyst hér á landi.
4. Vegna hlutverks Landsspítalans hlýtur hann að verða dýrari í
rekstri en önnur sjúkrahús, sem fábreyttara og vandaminna
hlutverki hafa að gegna. Með tilliti til þess þykir eðlilegt, að til
Landsspítalans sé yfirleitt beint hinum erfiðustu og vandvið-
gerðustu sjúkdómstilfellum. Við það á tvennt að vinnast:
a) Ódýrari stofnkostnaður annarra sjúkrahúsa og sparnaður í
rekstri þeirra.
b) Dýrmætara kennsluefni læknum, hjúkrunarkonum og ljós-
inæðrum.
5. Yfirleitt þykir sjálfsagt að stefna að þeirri hagsýni um rekstur
sjúkrahúsa í landinu, að til séu mismunandi fullkomin sjúkra-
hús og samvinna síðan höfð um að eyða ekki að óþörfu rúmi í
hinum fullkomnustu og dýrustu þeirra handa sjúklingum, sem
ætla má eins vel borgið í óbrotnari og' ódýrari sjúkrahúsum. Með
tilliti til þessa ætti Landsspitalinn meira og meira að bægja frá
sér þeim sjúklingum, er eins vel má sinna í öðrum sjúkrahúsum,
og að svo miklu leyti sem slikra sjúklinga er ekki þörf vegna
kennslunnar.
6. Landsspítalanum einum sé ætluð lóðarspildan sunnan Raróns-
stígs, milli Eiriksgötu annars vegar, en Laufásvegar og Hring-
t) Drög þessi voru einnig send „hagfræðinganefndinni" með bréfi 7. nóvember
1946, þar sem þess var látið getið, að til byggingarframkvæmda rikissjúkrahús-
anna mundi ekki af veita „árlegri fjárveitingu hinn næsta áratug, er nær væri
fjórum milljónum en tveimur.“