Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Side 241
239
brautar hins vegar, að Miklatorgi. Þó að ekki verði nú bent á
byggingar nauðsynlegar Landsspítalanum, er þarfnist alls þessa
svæðis, má gera ráð fyrir, að fraintíðin leiði í ljós þarfir fyrir
byggingarframkvæmdir, sem fyrst um sinn dyljast mönnum. Má
því ætla, að ekki sé vel fyrir séð, nema geymdar verði spítalanum
nokkrar lóðir til enn óákveðinna byggingarframkvæmda.1)
7. Eftirtöldum byggingarframkvæmdum verði lokið á næsta áratug
og aðallega í þeirri röð, sem hér greinir:
a) Fæðingarstofnun, 50—60 rúm, í samvinnu við Reykjávíkur-
bæ, er nú í smíðum.
b) Hjúkrunarkvennaskóli fyrir 75 nemendur.
c) Lagður verði niður rekstur þvottahúss á Landsspítalalóðinni
og annars staðar á hentugum stað komið upp þvottahúsi fyrir
rikisspítalana, e. t. y. í samvinnu við önnur fyrirtæki, sem
þurfa á stórþvottum að halda (Ríkisskip, Eimskip, aðalhótel
bæjarins o. s. frv.).
d) Núverandi þvottahús verði gert upp og komið fyrir alls herjar
eldhúsi spítalans og matsölum í núverandi húsakynnum jiess,
en starfsfólksíbúðum á efri hæð eða hæðum. Yfirleitt sé
ekki gert ráð fyrir starfsfólksíbúðum fyrir annað starfsfólk
en lausastarfsfólk (starfsstúlkur, bráðabirgðahjúkrunarkonur,
kandídata o. s. frv.). Fast starfsfólk sjái sjálfu sér fyrir hús-
næði utan spítalans.2) Um læknisbústaði sjá þó síðar.
e) Farsótta- og sóttvarnardeild, ca. 60 rúm, í samvinnu við
Reykjavíkurbæ.
f) Höfuðbygging spítalans verði lengd til beggja enda og aðal-
deildii-nar (lyflæknisdeild og handlæknisdeild) stækkaðar svo,
að þær rúmi hvor um sig ca. 150 sjúklinga. Af þessum rúina-
fjölda takist þó ca. 40 rúma barnadeild, er rekin sé í sambandi
við báðar deildirnar, en aðallega lyflæknisdeildina, og ca. 30
rúma deild fyrir útvortis berklaveiki, er rekin sé í sambandi
við handlæknisdeildina. Er henni hugsað rúm á efstu hæð
spítalans. Barnadeildina ætti að reka í samvinnu við Reykja-
víkurbæ eða hliðstæðan aðilja. Á efsta lofti mætti e. t. v.
koma fyrir fleiri aukadeildum (augnsjúkdómadeild, háls-,
nef- og eyrnadeild, bældunarsjúkdómadeild o. s. frv.). Húsa-
kynni röntgendeildar aukast tilsvarandi.
g) Núverandi kynsjúkdómadeild verði stækkuð og á neðri hæð-
inni komið fyrir bæði sjúkrahúsdeild (ca. 30 rúma) og lækn-
ingastöð til húð- og kvnsjúkdómalækninga, en á efri hæðinni
ca. 60 rúma deild fyrir rúmliggjandi lungnaberklasjúklinga,
er hælisvist hentar ekki. Á húðsjúkdómadeildinni sé ætluð
vist holdsveikisjúklingum þeim, sem eftir kunna að verða, er
hætt verður rekstri sérstaks holdsveikraspítala.
h) Á Landsspítalalóðinni þurfa að vera læknisbústaðir fyrir
1) Umrædd lóðarspilda cr nú heitin spítalanum.
21 Hér er miðað við stefnu hjúkrunarkvennastéttarinnar í húsnæðismálum á
l>eim tima, sem þetta var tekið saman. En siðan þrengdist um á húsnæðismark-
aðnum, hefur breyting orðið á stefnunni og kröfunum.