Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Page 250
248
læltnishéruðin, með því að áramunur er að slíku. En að gera héruðin
yfirleitt óábvrg af læknisbústöðum sínum hefur sömu annmarka
sem lýst var hér að framan, er rætt var um sjúkrahúsin. Tillagan
gefur tilefni til að taka fram, að jafnvel hinn fullkomnasti læknis-
bústaður í Flatey mundi ekki hafa nægt til þess, að læknir fengist
þangað undanfarin ár, og því miður er ekki unnt að telja líklegt, að
á því verði breyting á næstunni. Líklegri héruð en Flatey, búin sæmi-
legum og jafnvel ágætuin læknisbústöðum, sitja í sömu fordæming-
unni, og vantar ekkert á, að ljóst sé af reynslu, að það er hvorki
fyrir óhagstæð launakjör né slcort viðunandi aðbúðar, að læknar fást
ekki í hin fámennustu og afskekktustu héruð, heldur er það einn
þáttur hins almenna flótta úr afskekktu strjálbýli til hinna fjöl-
mennustu staða, sem einnig er að miklu leyti óháður venjulegum
afkomuskilyrðum. Er fánýtt að hugsa sér, að ráð finnist til að hemja
lækna á þessum eyðingarinnar stöðum nema í sambandi við heildar-
ráðstafanir til að stöðva hinn almenna flótta, ef slíkt ráð kynni að
vera til. Nú eru læknislaus fimm héruð og eingöngu hin allra fá-
mennustu og afskekktustu. Er ágætur læknisbústaður í einu þeirra
(Ögurhéraði, héraðsbúar 739, að frádregnum íbúum Súðavíkur-
hrepps, sem eiga jafnan aðgang að læknisþjónustu frá ísafirði: 435),
viðunandi með nokkurri aðgerð í tveimur (Hesteyrarhéraði, héraðs-
búar: 329, og' Árneshéraði, héraðsbúar: 498), bráðabirgðahúsnæði
fyrir hendi í einu1) (Bakkagerðishéraði, héraðsbúar: 286), og kunn-
ugustu menn í Flatey telja engum vandkvæðum bundið, ef læknir
byðist, að hýsa hann þar til bráðabirgða, svo sem meðan væri verið
að koma upp handa honum húsi. Ég vil alls ekki dæma öll þessi
héruð til áframhaldandi læknisleysis, en á valta von er að treysta
í því efni, ekki sízt að því er Flateyjarhérað snertir, svo sem horfir
um eyðingu byggðarinnar þar (héraðsbúar 1920: 574; 1925: 558;
1930: 479; 1935: 460; 1940: 429; 1945: 327; 1946: 314). Þegar fólks-
fjöldi í læknishéraði er kominn niður í þessa tölu, eru reyndar engin
Hkindi til, að þangað fáist læknir að nokkrum staðaldri, enda verk-
svið læknis þá orðið svo litið, að læknir, sem fengist til að híma þar,
yrði fljótlega ófær um að veita þá tryggingu, sem honum er fvrst og
fremst ætlað að veita. Að þessu athuguðu tel ég fullkomna ráð-
leysu, hvort sem læknishéraðið og ríkið ættu sameiginlegan hlut að
eða ríkið eitt, að verja hundruðum þúsunda króna í læknisbústaðar-
byggingu í Flatey til að standa þar í eyði og grotna niður fyrir
notkunarleysi. Væri því fé varið betur á annan hátt ibúunum til nytja.
Öðru máli gegndi, ef straumhvarfa yrði vart og vænlegar tæki að
horfa um að fá lækna á útkjálkana. Úr því að unnt er að hýsa lækni
í Flatey til bráðabirgða, er reyndar nægur tími að hefjast handa um
læknisbústaðarbyggingu þar, eftir að læknir hefur gefið kost á sér
þangað í því skyni að nema þar staðar. Sem vonlegt er, telja flestir
héraðslæknar sér það til hlunninda að mega vera með i ráðum, þegar
reistir eru læknisbústaðir, sem þeim eru ætlaðir til íbúðar. Ef staðar
1) Líklega ofmælt, og mun húsinu hafa verið fargað, án bess að landlækni væri
gert I>að kunnugt.